Menningarveisla Sólheima

Almenn fræðsla Ferðir og ferðalög Menning

Menningarveisla Sólheima skipar sérstakan sess í árlegum hrynjanda starfsins á Sólheimum og er mikilvægur hlekkur í mannlífi staðarins. Menningarveislan er í allt sumar eða frá 4. júní - 14. ágúst

Alla laugardaga í sumar verða tónleikar í Sólheimakirkju með ýmsu tónlistarfólki auk þess sem áhugaverðir fyrirlestrar verða fluttir í Sesseljuhúsi og víðar um byggðarhverfið.

Listsýningar verða úti og inni, samsýning vinnustofa verður haldin í Ingustofu, sýning Reynis Péturs, Reynir Pétur gengur aftur verður sett upp aftur í Íþróttaleikhúsinu vegna fjölda áskorana.

Ljósmyndasýningar verða haldnar úti, Minningarperlur, Skátar og tvær nýjar sýningar; Eins og gerst hafi í gær 1970-2000 og Grænn í 50 ár verða settar upp á völdum stöðum.

Kaffihúsið Græna kannan bíður upp á lífrænar veitingar, verslunin Vala er opin alla daga með úrval af matvöru og listmunum frá vinnustofum Sólheima. Garðyrkjustöðin Sunna og Ölur rækta og selja lífrænt grænmeti, tré, runna, sumarblóm, kryddjurtir og lífrænt bakarískruðerí. Gistiheimili Sólheima er á sínum stað og opið fyrir gesti og gangandi.

Er þetta í ellefta sinn sem Menningarveisla Sólheima er haldin og stendur hún frá 4. júní til 14. ágúst.