Ráðlagðir dagskammtar

Steinefni og snefilefni Vítamín

  • Lyfja-L├igm├║la-567

Til að leiðbeina fólki hve mikið það á að taka inn af vítamínum og steinefnum hafa verið gefnir út ráðlagðir dagskammtar (skammstafað RDS) en það er magn nauðsynlegra næringarefna sem á að fullnægja næringarþörf þorra heilbrigðs fólks að mati sérfræðinga.

Þarfir einstaklinga eru mismunandi og breytilegar, því ber ekki að túlka RDS sem algilda einstaklingsbundna þörf heldur að líta á þá sem viðmiðunargildi. Skammtastærðir RDS eru líka miðaðar við heilbrigða einstaklinga en fjölmargir sjúkdómar og lyf geta hæglega breytt næringarþörf mannsins.

Faghópur um mataræði og næringarefni á vegum Embættis landlæknis gefur út ráðleggingar um ráðlagða dagskammta fyrir vítamín og steinefni.

Anna Elín Kjartansdóttir, Valdís Beck og Þóra Jónsdóttir, lyfjafræðingar.