Terbinafin

Terbinafin Actavis 10 mg/g krem.

Sveppasýking

Terbinafin Actavis krem er sveppalyf notað við sýkingum af völdum sveppa sem eru næmir fyrir terbinafini.Terbinafin Actavis fæst án lyfseðils og hefur breiða sveppaeyðandi verkun m.a. til meðferðar við sveppasýkingu á milli táa (Athlete's foot eða Tinea Pedis) og sveppasýkingu í nára (þ.m.t. candida).

Notkun handa fullorðnum og börnum 12 ára og eldri:Þvoið og þurrkið húðina vandlega áður en kremið er sett á.  Berið kremið á í þunnu lagi á bólgnu húðina og aðeins í kring.  Nuddið kreminu gætilega inn. Ef þroti er í húðfellingum (milli táa eða í nára) má hylja húðina með dauðhreinsaðri grisju, sérstaklega á næturnar.Þvoðu hendurnar eftir að þú nuddar kreminu inn.

  • Sveppasýking á milli táa: einu sinni á dag í 1 viku. 
  • Sveppasýking í nára (þ.m.t. Candida): einu sinni á dag í 1 til 2 vikur. 

Einkenni hverfa yfirleitt eftir nokkra daga og húðin grær alveg eftir svolítinn tíma, en mikilvægt er aðljúka meðferðinni til að hindra bakslag. Ef einkenni versna eða batna ekki á 1 viku (sveppasýking á milli táa) eða tveimur vikum (sveppasýking í nára) skal hafa samband við lækninn eða lyfjafræðing vegna þess að einkennin gætu hafa verið af völdum einhvers annars en sveppasýkingar.

Terbinafin Actavis krem er ekki ætlað til meðferðar við sveppasýkingu í nöglum. Ef grunur er um sveppasýkingu í nöglum (t.d. ef nöglin er upplituð eða hefur þykknað) skal leita ráða hjá lækni. 

Lyfið fæst án lyfseðils
Lyfjaflokkur - Önnur sveppalyf til staðbundinnar notkunar
Húðlyf/Sveppalyf ATC flokkur- D 01 A E 15
Lyfjaform og notkun- Krem til útvortis notkunar
Virk innihaldsefni og styrkleikar - Terbinafin 10 mg/gPakkningastærðir - 15 gr túba

Samantekt um eiginleika lyfs (SPC) URL 

Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehfSkráð frá 1. september 2015

Varúðarorð:

Terbinafin Actavis 10 mg/g krem- Gegn sveppasýkingu á milli táa eða í nára
Notkunarsvið: Terbinafin Actavis inniheldur virka efnið terbínafínhýdróklóríð sem er sveppalyf til staðbundinnar notkunar en terbínafín er allýlamín, sem hefur breiða sveppaeyðandi verkun. Lyfið fæst án lyfseðils til meðferðar við sveppasýkingu á milli táa (t.d. Trichophyton) og sveppasýkingu í nára (þ.m.t. candida). Skammtar, fullorðnir og börn 12 ára og eldri: Hreinsið og þurrkið sýktu svæðin vandlega áður en Terbinafin Actavis er borið á. Setjið kremið í þunnu lagi á sýktu húðina og svæðið í kring og nuddið því laust inn. Við fótsveppum og sveppum í nára skal bera kremið á sýkt svæði 1 sinni á dag í 1 viku. Ekki má nota Terbinafin Actavis ef ofnæmi er fyrir virka efninu, terbínafínhýdróklóríði eða einhverju hjálparefnanna. Sérstök varnaðarorð:  Terbinafin Actavis er aðeins til notkunar útvortis. Lyfið getur valdið ertingu í augum. Forðist að lyfið berist í augu, slímhúð eða í vefskemmd. Ef kremið berst í eitthvað af þessum svæðum á að hreinsa það vel með nægu vatni. Lyfið inniheldur sterýlalkóhól og cetýlalkóhól sem getur valdið staðbundnum húðviðbrögðum (t.d. snertihúðbólgu). Ekki á að nota Terbinafin Actavis á meðgöngu eða við brjóstagjöf nema það sé algerlega nauðsynlegt. Aukaverkanir: Eins og á við um öll lyf getur orðið vart við aukaverkanir. Staðbundin einkenni svo sem kláði, skinnflögnun, verkur á notkunarstað, erting á notkunarstað, truflun á litarefnum, sviði í húð, roðaþot, hrúður o.s.frv. geta komið fram á notkunarstað. Þessi óskaðlegu einkenni þarf að greina frá ofnæmisviðbrögðum þ.m.t. útbrotum sem stöku sinnum er greint frá og valda því að hætta þarf meðferð. Ef terbínafín berst í augu fyrir slysni getur það valdið ertingu. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Markaðsleyfishafi:  Actavis Group PTC ehf. Ágúst 2015.