Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörFjölmargar rannsóknir sýna að mataræði og lífsstíll eiga stóran þátt í að viðhalda heilbrigðum augum þegar við eldumst. Því er mikilvægt að borða hollan mat sem er innihaldsríkur af vítamínum, andoxunarefnum og steinefnum til að viðhalda heilbrigðum augum, vernda þau fyrir útfjólubláum geislum og draga úr líkum á aldurstengdum augnsjúkdómum.
Tugir milljóna manna og kvenna um allan heim þjást af eyrnasuði (tinnitus). Um er að ræða stöðugan tón fyrir öðru eða báðum eyrum sem dynur á sjúklingnum allan sólarhringinn, allt árið. Erfitt er að lýsa eyrnasuði fyrir þeim sem aldrei hafa fengið það sjálfir en því hefur verið lýst sem suði, hringingu, öskri, hvísli, klið eða öðru þvílíku. Eyrnasuð er ekki sjúkdómur heldur sjúkdómseinkenni og ekki finnst á því skýring nema stöku sinnum en það helst oft í hendur við heyrnartap.