Þrálátur hósti

Algengir kvillar Lausasölulyf

Búinn að vera með þurran hósta í 3 vikur og vantar sífellt raka í hálsinn og þar af leiðandi sífellt að kyngja munnvatni því ef ég geri það ekki kemur erting og óþægindi og hefur þetta áhrif á svefninn rumska í hvert sinn er ég þarf að sækja munnvatn til að kyngja. Líður ekki meira en nokkrar mínútur er ég þarf að endurtaka allt sem sagt þurrkur, erting, kyngja munnvatni, hósta. En hóstinn er ekki sár bara svona venjulegur en kemur líka vegna kítl í hálsi.

Til eru háls og hóstamixtúrur sem geta hjálpað þér með þetta hvimleiða vandamál.

Dexomet er hálsmixtúra fyrir þurran hósta. Svo eru til Norskir og Danski brjóstdropar. Þeir innihalda etanól (alkóhól) í nokkru magni, þar sem norsku er talsvert sterkari, og ætti einungis að notast sé það ekki vandamál. Þeir rífa vel í og eru mjög góðir við þurrum hósta.

Allar mixtúrurnar fást í næstu Lyfju eða Apótekinu.