Buspiron Mylan

Róandi og kvíðastillandi lyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Búspírón

Markaðsleyfishafi: Mylan | Skráð: 1. apríl, 1995

Búspírón er kvíðastillandi lyf. Það hefur hvorki svæfandi, róandi, vöðvaslakandi né krampastillandi áhrif, og verkar ekki sljóvgandi nema í stórum skömmtum. Verkunarmáti þess hefur ekki verið að fullu skýrður en hann er frábrugðinn verkunarmáta annarra kvíðastillandi lyfja. Búspírón er efnafræðilega óskylt öðrum kvíðastillandi lyfjum. Búspírón hentar best í meðferð við kvíða þegar róandi áhrif eru óæskileg eða hjá sjúklingum sem eru viðkvæmir fyrir róandi áhrifum, t.d. eldra fólki. Búspírón er ekki vanabindandi og veldur ekki fráhvarfseinkennum þegar notkun þess er hætt. Það eykur ekki sljóvgandi áhrif annarra lyfja eða áfengis nema í stórum skömmtum. Aftur á móti eru kvíðastillandi áhrif búspíróns mun lengur að koma fram en áhrif benzódíazepínlyfja (t.d. díazepams) en það takmarkar notagildi lyfsins að einhverju leyti.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
15-60 mg á dag í 2-3 skömmtum.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um 1 vika, full áhrif koma fram eftir 2-4 vikur.

Verkunartími:
Misjafn eftir einstaklingum.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Kvíði getur aftur versnað sé töku lyfsins hætt of snemma. Þegar árangur hefur náðst ætti að hafa samráð við lækni um það hvernig hætta á töku lyfsins.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru mjög stórir skammtar eða ef vart verður við einkenni eins og mikinn höfuðverk, vanlíðan og svima, skerta meðvitund, hreyfitruflanir eða ógleði og uppköst skal strax hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Búspírón er aðeins ætlað til skammtímanotkunar.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Aukin svitamyndun        
Einbeitingarskortur, rugl, martraðir        
Eirðarleysi, slappleiki        
Hægðatregða, uppþemba        
Höfuðverkur, svimi, þreyta        
Ógleði, uppköst, niðurgangur        
Skapgerðarbreytingar, ofskynjanir        
Skjálfti, ósjálfráðar hreyfingar, náladofi        
Suð fyrir eyrum        
Útbrot og mikill kláði        
Þokusýn        
Þvagtregða      

Milliverkanir

Náttúrulyfin Jóhannesarjurt og ginkgo geta haft áhrif á virkni lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú hafir sögu um rykkjakrampa

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur skert athygli og viðbragðsflýti, sérstaklega ef það er tekið í stórum skömmtum. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.