Carvedilol STADA

Beta-blokkar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Carvedílól

Markaðsleyfishafi: STADA Arzneimittel | Skráð: 1. mars, 2018

Carvedilol tilheyrir flokki lyfja sem kallast beta-blokkarar, en hefur einnig nokkra alfa-blokkandi verkun. Alfa-blokkandi verkun lyfsins veldur slökun á sléttum vöðvum í æðum, þar með æðavíkkun, og leiðir aftur til lækkunar á blóðþrýstingi. Beta-blokkandi verkun virka efnisins, carvedilóls, hindrar áhrif boðefnanna adrenalíns og noradrenalíns á ýmis líffæri, s.s. hjarta og æðar. Lyfið minnkar samdráttarkraft hjartans og hjartsláttartíðni og dregur þar með úr blóðþrýstingi. Lyfið er auk þess notað við hjartaöng samfara of háum blóðþrýstingi og með öðrum lyfjum við hjartabilun. Lyfið stuðlar að samdrætti lungnaberkja og þar með þrengingu loftvega. Lyfið er því ekki notað fyrir sjúklinga með öndunarfærasjúkdóma á borð við astma, berkjubólgu eða lungnaþembu. Eins og aðrir beta-blokkarar hefur lyfið áhrif á stjórnun blóðsykurs, og því þarf að gæta varúðar ef lyfið er gefið sykursjúkum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir ástandi sjúklings. Hámarksblóðþéttni næst um 1-2 klst. eftir inntöku taflnanna.

Verkunartími:
Misjafn eftir ástandi sjúklings og skömmtum

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni sjúkdóms geta versnað þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum. Ef vart verður við öndunarerfiðleika eða skerta meðvitund skal leita neyðarhjálpar þegar í stað.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða.


Aukaverkanir

Flestar aukaverkanir lyfsins koma fram í upphafi meðferðar og ganga yfir við áframhaldandi notkun. Algengastar eru svimi, höfuðverkur og þreyta.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Gula          
Hjartsláttartruflanir, hægur hjartsláttur        
Höfuðverkur, svimi, þreyta          
Nefstífla          
Ógleði          
Svimi þegar staðið er upp          
Tilfinning um stingi í hársverði          
Truflun á sáðláti          
Útbrot, kláði          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Þokusýn          
Þvagtregða          

Milliverkanir

Sé lyfið tekið með öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum geta áhrif þeirra magnast. Náttúrulyfið Jóhannesarjurt getur dregið úr virkni lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • lítið blóðflæði sé til útlima (kemur fram sem hand- eða fótkuldi)
  • þú sért með aðra hjarta- eða æðasjúkdóma
  • þú sért með astma eða annan lungnasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með of- eða vanvirkan skjaldkirtil
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Það er hætta á að skaða ófætt barnið. Carvediol á aðeins að nota á meðgöngu ef læknirinn telur það nauðsynlegt. Þess vegna skal alltaf ráðfæra sig við lækninn áður en carvediol er notað á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort carvedilol skilst út i brjóstamjólk og á því ekki að nota meðan á brjóstagjöf stendur.

Börn:
Engin reynsla er af notkun lyfsins hjá börnum.

Eldra fólk:
Minni skammtar eru oft notaðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima og þar með haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið. Lyfið getur aukið áhrif áfengis.

Íþróttir:
Notkun lyfsins er bönnuð í sumum íþróttagreinum.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.