Durbis Retard

Hjartasjúkdómalyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Dísópýramíð

Markaðsleyfishafi: Sanofi - Aventis | Skráð: 1. maí, 1983

Durbis Retard er gefið við hjartsláttartruflunum. Virka efni lyfsins, dísópýramíð, hægir á hluta af leiðslukerfi hjartans og kemur þannig í veg fyrir hröð hjartsláttarköst. Það getur einnig haft áhrif á hjartsláttartruflanir vegna galla í leiðslukerfi hjartans. Eins og önnur lyf sem eru notuð við hjartsláttartruflunum getur dísópýramíð sjálft valdið óreglulegum hjartslætti í sumum tilfellum. Þess vegna er æskilegt að læknir fylgist reglulega með sjúklingum sem þurfa að taka lyfið að staðaldri í einhvern tíma.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Forðatöflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
250-375 í senn 2svar á dag. Forðatöflunum má skipta í tvennt en það má hvorki mylja þær né tyggja.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
½ -3 klst.

Verkunartími:
Allt að 12 klst. eftir stakan skammt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef færri en 4 klst. eru til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni sjúkdómsins geta versnað þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum. Ef vart verður við hjartsláttartruflanir, krampa, skerta meðvitund eða önnur óvenjuleg einkenni skal leita neyðarhjálpar þegar í stað.

Langtímanotkun:
Þar sem dísópýramíð getur í vissum tilfellum sjálft valdið hjartsláttartruflunum er æskilegt að fylgst sé reglulega með sjúklingum sem taka lyfið að staðaldri.


Aukaverkanir

Munnþurrkur er algengasta aukaverkun lyfsins.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Gula        
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir      
Hjartsláttartruflanir      
Munnþurrkur        
Niðurgangur, hægðatregða        
Ógleði og uppköst        
Sjóntruflanir, þokusýn        
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar    
Þvagtregða        

Milliverkanir

Gæta skal varúðar við samtímis notkun lyfja sem geta valdið kalíumbresti eins og þvagræsilyf, amfóterisín B og sykur- og barksterar. Einnig skal gæta varúðar við samtímis notkun þrí- og fjórhringlaga geðdeyfðarlyfja.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með gláku eða hækkaðan augnþrýsting
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú sért með vöðvaslensfár (myasthenia gravis)
  • þú sért með þvagtregðu eða stækkun í blöðruhálskirtli
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum. Lyfið örvar samdrátt legsins.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Sumar aukaverkanir lyfsins geta skert aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Getur aukið útskilnað lyfsins úr líkamanum og dregið þannig úr áhrifum þess. Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.