Esmya

Önnur kynhormón | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Ulipristal

Markaðsleyfishafi: Gedeon Richter Plc | Skráð: 1. maí, 2016

Esmya inniheldur virka efnið ulipristal. Það er notað til meðferðar á miðlungs til alvarlegum einkennum vöðvaæxla í legi (oft kölluð leghnútar), sem eru góðkynja (ekki krabbameinsvaldandi) æxli í leginu. Hjá sumum konum geta vöðvaæxli í legi valdið miklum tíðablæðingum, verk í grindarholi (óþægindum í kvið) og þrýstingi á önnur líffæri. Lyfið verkar með því að breyta virkni prógesteróns, sem er náttúrulegt hormón í líkamanum. Það er notað annaðhvort fyrir aðgerð á leghnútum eða til langtímameðferðar á leghnútum til að minnka þá, stöðva eða draga úr blæðingum og fjölga rauðum blóðkornum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku

Venjulegar skammtastærðir:
Ráðlagður skammtur er ein 5 mg tafla á dag, í meðferðartímabilum sem vara allt að 3 mánuði hvert.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki að fullu þekkt

Verkunartími:
Ekki að fullu þekkt

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Forðist neyslu greipaldinsafa meðan á meðferð með Esmya stendur.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymið þynnuna í ytri öskjunni til varnar gegn ljósi.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir að taka skammt í allt að 12 klst. skaltu taka hann eins fljótt og þú manst eftir því. Ef þú gleymir að taka skammt í meira en 12 klst. skaltu sleppa töflunni sem gleymdist og taka aðeins eina töflu eins og venjulega. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Esmya skal taka daglega samfellt í allt að 3 mánaða meðferðartímabilum. Hættu ekki að taka töflurnar á hverju meðferðartímabili án þess að ráðfæra þig við lækninn, jafnvel þótt þér líði betur, því einkennin geta tekið sig upp aftur síðar.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Reynslan af Esmya þegar nokkrir skammtar eru teknir í einu er takmörkuð. Engar tilkynningar hafa verið um alvarlegar skaðlegar verkanir af því að taka nokkra skammta af lyfinu í einu. Samt sem áður skal í slíkum tilvikum leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi ef tekinn er stærri skammtur af Esmya en mælt er fyrir um. Einnig má hafa samband við eitrundarleild Landsptítalans í síma 543 2222.

Langtímanotkun:
Hvert meðferðartímabil er allt að 3 mánuðir


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Höfuðverkur eða svimi        
Magaverkir, ógleði        
Tíðateppa        
þykknun legslímu.        

Milliverkanir

Esmya er líklegt til að draga úr verkun sumra hormónagetnaðarvarna. Auk þess eru hormónagetnaðarvarnir og prógestógen (t.d. norethindron eða levonorgestrel) líkleg til að draga úr verkun Esmya. Því er ekki mælt með notkun hormónagetnaðarvarna og þú skalt nota örugga sæðishindrandi getnaðarvörn, t.d. smokk, meðan á Esmya meðferð stendur.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með astma
  • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú hafir haft óútskýrðar blæðingar frá legi
  • þú ert með krabbamein í legi, leghálsi, eggjastokkum eða brjósti.

Meðganga:
Ekki má nota lyfið á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki má nota lyfið er þú ert með barn á brósti.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Akstur:
Esmya kann að valda vægu sundli. Ekki má aka eða nota vélar ef vart verður við slík einkenni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.