Folsyra Evolan

Blóðskortslyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Fólínsýra

Markaðsleyfishafi: Evolan | Skráð: 1. október, 2018

Folsyra Evolan inniheldur virka innihaldasefnið fólinsýra. Fólínsýra er ein gerð af B-vítamíni og gegnir stóru hlutverki í frumuskiptingu. Í líkamanum er fólínsýru breytt í tetrahýdrófólínsýru, en hún er mikilvæg við myndun amínósýra og kjarnsýra (DNA og RNA). Þetta er ástæðan fyrir því að fólínsýra er svo mikilvæg á fósturskeiði þegar frumuskipting er hvað örust. Fólínsýra er talin koma í veg fyrir galla í taugakerfi fósturs, en hann getur valdið klofnum hrygg. Fólínsýra er notuð við blóðleysi af völdum fólínsýruskorts og sem fyrirbyggjandi meðferð á meðgöngu. Hún er líka notuð samfara lyfjum sem draga úr myndun á fólínsýru í frumum, eins og t.d. metótrexati.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir og háðir meðferð. Fullorðnir: 5 mg á dag.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrifin koma venjulega fljótt fram.

Verkunartími:
Ekki þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda.

Langtímanotkun:
Ætti ekki að vera vandkvæðum háð. Langtímameðferð getur dulið samtímis skort á B12 vítamíni.


Aukaverkanir

Lyfið þolist almennt mjög vel. Í einstaka tilfellum getur það valdið meltingaróþægindum og húðútbrotum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Útbrot, kláði          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með flogaveiki
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Þungaðar konur mega nota lyfið.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.

Börn:
Minni skammtar eru notaðir.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.