Glucomed

Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Glúkósamín

Markaðsleyfishafi: Laboratories Expansvience | Skráð: 1. júlí, 2006

Glucomed er notað til að draga úr einkennum slitgigtar í hné. Virka efnið glúkósamín er að finna í líkama manna, bæði brjóski og liðvökva. Rannsóknir hafa sýnt fram á nauðsyn glúkósamíns og að það stuðli að endurnýjun á brjóski og geti þannig dregið úr einkennum slitgigtar. Nokkrar vikur geta liðið frá upphafi meðferðarinnar og þar til árangur hennar kemur í ljós.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
1250 mg í senn einu sinni á dag. Töflurnar gleypist með vatnsglasi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Nokkrar vikur geta liðið þar til árangur kemur í ljós.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku lyfsins hvenær sem hentar. Hafi læknir ávísað lyfinu skaltu hafa samband við hann áður en töku þess er hætt.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða. Ef enginn árangur hefur komið fram eftir 2-3ja mánaða meðferð á að endurskoða meðferðina.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir      
Höfuðverkur, þreyta        
Niðurgangur, hægðatregða        
Ógleði, kviðverkir, meltingartregða        
Svartar eða blóðugar hægðir      
Útbrot, kláði        
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar    

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með ofnæmi fyrir skelfiski
  • þú sért með þekktan áhættuþátt fyrir hjarta- og æðasjúkdómum

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið sundli eða syfju. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.