Gracial
Getnaðarvörn | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Desógestrel Etinýlestradíól
Markaðsleyfishafi: Organon | Skráð: 1. júlí, 1998
Gracial er getnaðarvarnarlyf. Það flokkast sem tvífasa, samsett, lágskammta getnaðarvarnarlyf og inniheldur tvö virk efni (hormón), desógestrel og etinýlestradíól. Desógestrel er samtengt hormón sem hefur sömu áhrif á líkamann og kvenhormónið prógesterón. Desógestrel veldur breytingum á slímhúð legsins og frjóvguð eggfruma nær þess vegna síður að hreiðra þar um sig. Slímið í leghálsinum þykknar og sáðfrumur eiga ekki eins greiða leið upp leghálsinn. Etinýlestradíól hefur sömu áhrif og kvenhormónið estradíól, verkunartími þess er þó lengri þegar lyfið er tekið inn. Þegar etinýlestradíól er gefið með öðru kvenhormóni, prógesteróni, hindrar það framleiðslu hormóna sem eru nauðsynleg fyrir þroskun eggs og egglos og kemur með því í veg fyrir þungun.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Fyrsta taflan er tekin á fyrsta degi tíðablæðinga og síðan er ein tafla tekin daglega, helst alltaf á sama tíma dags, og samfleytt í 22 daga. Að 22 dögum liðnum er gert hlé í 6 daga og verða þá blæðingar. Eftir 6 daga hvíld er byrjað á næsta spjaldi, hvort sem tíðablæðingum er lokið eða ekki. Hver blá tafla inniheldur 25 míkrógrömm desógestrel og 40 míkrógrömm etinýlestradíól, hver hvít tafla inniheldur 125 míkrógrömm desógestrel og 30 míkrógrömm etinýlestradíól.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið veitir örugga getnaðarvörn strax frá fyrsta degi ef töflurnar eru teknar samkvæmt leiðbeiningum.
Verkunartími:
Lyfið veitir örugga getnaðarvörn á meðan það er tekið samkvæmt leiðbeiningum.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin. Samsettar getnaðarvarnatöflur geta þó hindrað útskilnað koffeins úr líkamanum. Æskilegt er að draga úr koffeinneyslu á meðan lyfið er tekið.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Gleymist að taka töflu þá er best að taka töfluna strax og munað er eftir henni. Næsta tafla er svo tekin á venjulegum tíma. Líði fleiri en 36 klst. milli inntöku taflna þá er getnaðarvörnin ekki lengur örugg. Aðra getnaðarvörn þarf þá að nota samtímis töflunum næstu 7 dagana. Sjá nánar í leiðbeiningum sem fylgja lyfinu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku getnaðarvarnarlyfja hvenær sem hentar.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulegir ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru mjög stórir skammtar eða vart verður við óvenjuleg einkenni skal strax hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Án vandkvæða en ráðlegt er að fara reglulega í eftirlit hjá lækni. Ákveðið nánar í samráði við lækni.
Aukaverkanir
Fjöldi kvenna finnur fyrir aukaverkunum í upphafi meðferðar. Þessar aukaverkanir hverfa í flestum tilfellum á 2-4 mánuðum.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | ||
---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Bólga eða verkir í fótum eða nára, verkur fyrir brjósti | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
||
Breytingar á kynhvöt | ![]() |
![]() |
||||
Gula, mjög mikill kláði | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
||
Höfuðverkur, ógleði | ![]() |
![]() |
||||
Mæði, mjög mikill höfuðverkur, sjóntruflanir | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
||
Smáblæðingar | ![]() |
![]() |
||||
Spenna í brjóstum | ![]() |
![]() |
||||
Þunglyndi, skapsveiflur | ![]() |
![]() |
||||
Þyngdarbreyting, bjúgur | ![]() |
![]() |
Milliverkanir
Jóhannesarjurt og ginseng geta haft áhrif á virkni lyfsins. Auk þess geta getnaðarvarnartöflur minnkað sykurþol og aukið þörf sykursjúkra einstaklinga fyrir insúlín eða önnur sykursýkislyf.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Anastrozole Teva
- Aromasin
- Astrozol
- Exemestan Actavis
- Femar
- Letromal
- Letrozol Actavis
- Letrozole Bluefish
Getur haft áhrif á
- Advagraf
- Amaryl
- Amoxicillin Mylan
- Amoxicillin Sandoz
- Amoxin
- Amoxin comp
- Apidra
- Augmentin
- Azithromycin STADA
- Azitromicina Normon
- Azyter
- Betolvex
- Candizol
- Cardil
- Cardosin Retard
- Carduran Retard
- Cefuroxim Villerton
- Celebra
- Celecoxib Actavis
- Celecoxib Medical
- Ciprofloxacin Alvogen
- Circadin
- Clarithromycin Alvogen
- Clarithromycin Krka
- Clindamycin EQL Pharma
- Cloxabix
- Cotrim
- Crestor
- Dailiport
- Dalacin
- Decortin H
- Decutan
- Deltison
- Dicloxacillin Bluefish
- Diflucan
- Dilmin
- Doxazosin Krka
- Doxycyklin EQL Pharma
- Doxylin
- Ery-Max
- Eusaprim
- Fenemal Meda
- Fenoximetylpenicillin EQL Pharma
- Flagyl
- Fluconazol Krka
- Fluconazol ratiopharm
- Fungyn
- Furadantin
- Fycompa
- Glimeryl
- Haiprex
- Idotrim
- Ikervis
- Isotretinoin ratiopharm
- Kåvepenin
- Kåvepenin Frukt
- Keflex
- Klacid
- Lamictal
- Lamotrigin ratiopharm
- Melatonin Vitabalans
- Metronidazol Actavis
- Modigraf
- Neotigason
- Oracea
- Orfiril
- Orfiril Retard
- Oxcarbazepin Jubilant
- Penomax
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- Prograf
- Rimactan
- Rivotril
- Rosuvastatin Actavis
- Rosuvastatin Krka
- Rosuvastatin Xiromed
- Sandimmun Neoral
- Selexid
- Síprox
- Slenyto
- Spectracillin
- Staklox
- Tamoxifen Mylan
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Topimax
- Topiramat Actavis
- Topiramate Alvogen
- Trileptal
- Trimetoprim Meda
- Warfarin Teva
- Zitromax
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- einhver í ættinni sé með sykursýki, hjarta- eða æðasjúkdóm
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með bólgusjúkdóm í þörmum
- þú sért með háan blóðþrýsting, hjarta- eða æðasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með mígreni
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með rauða úlfa (lupus)
- þú sért með sykursýki
- þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
- þú reykir
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með eða hefur fengið brisbólgu
- þú sért með blæðingar frá fæðingarvegi af óþekktum ástæðum
Meðganga:
Lyfið á ekki að nota á meðgöngu. Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum. Hætta á því að lyfið hafi áhrif á fóstur er þó talin hverfandi í þeim skömmtum sem það er notað.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið. Samsettar getnaðarvarnartöflur geta dregið úr magni og gæðum brjóstamjólkur.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Lyfið er eingöngu ætlað konum á barneignaraldri.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Reykingar auka hættuna á aukaverkunum eins og blóðtappa af völdum estrógena.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.