Lanoxin
Hjartasjúkdómalyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Digoxín
Markaðsleyfishafi: Aspen Pharma
Lanoxin er hjartalyf. Virka efnið digoxín eykur samdráttarkraft hjartans og hægir á hjartslætti. Digoxín er notað til þess að viðhalda starfsemi hjartans og eðlilegu blóðflæði um líkamann eftir hjartabilun. Áhrif þess eru mest þegar hjartsláttaróregla fylgir hjartabiluninni, þ.e. þegar gáttir hjartans flökta eða hjartsláttur er of hraður. Digoxín er einnig notað við hraðtakti í hjartanu þegar sjúklingar þola ekki önnur lyf sem eru notuð við þessu ástandi. Læknandi skammtar digoxíns eru litlu minni en þeir skammtar sem valda eitrunum og því þarf að gæta sérstakrar varúðar þegar lyfið er notað.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Mixtúra og töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir og háðir aldri, þyngd og nýrnastarfsemi. Fullorðnir og börn eldri en 10 ára: Viðhaldsskammtur er oft 0,125-0,75 mg á dag.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
30-120 mín.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því ef það er innan 12 klst. Ef fleiri en 12 klst. eru liðnar frá því að taka átti skammtinn skaltu sleppa honum og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu. Hafðu samband við lækni ef lyfið gleymist í tvo eða fleiri daga í röð.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni sjúkdómsins geta versnað þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum. Ef vart verður við hjartsláttarónot, máttleysi, brjóstverk eða skerta meðvitund skal leita neyðarhjálpar þegar í stað.
Langtímanotkun:
Án vandkvæða. Æskilegt er að fylgst sé reglulega með þéttni digoxíns og salta í blóði.
Aukaverkanir
Aukaverkanir lyfsins eru yfirleitt skammtaháðar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | ||
---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Lystarleysi | ![]() |
![]() |
||||
Ógleði og uppköst | ![]() |
![]() |
||||
Óreglulegur hjartsláttur | ![]() |
![]() |
![]() |
|||
Rugl | ![]() |
![]() |
||||
Sjóntruflanir ? þokusýn eða litabreytingar | ![]() |
![]() |
![]() |
|||
Útbrot, kláði | ![]() |
![]() |
Milliverkanir
Náttúrulyfið Jóhannesarjurt getur dregið úr virkni lyfsins.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Adalat Oros
- Adrenalin Mylan
- Afipran
- Alprazolam Krka
- Alprazolam WH (Hét áður Alprazolam Mylan)
- Alunbrig
- Alvofen Express
- Amiloride / HCT Alvogen
- Antepsin
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Arzotilol
- Atacor
- Atenolol Mylan
- Atorvastatin Xiromed
- Atozet
- Azarga
- Azithromycin STADA
- Azitromicina Normon
- Azyter
- Betmiga
- Betmiga (Lyfjaver)
- Bisbetol
- Bisoprolol Medical Valley
- Bloxazoc
- Calcium-Sandoz
- Candpress Comp
- Captopril mixtúra - forskriftarlyf
- Carbocain adrenalin
- Cardil
- Carvedilol Alvogen (áður Carveratio)
- Carvedilol STADA
- Celebra
- Celecoxib Actavis
- Celecoxib Medical
- Centyl med kaliumklorid
- Centyl mite med kaliumklorid
- CitraFleet
- Clarithromycin Alvogen
- Clarithromycin Krka
- Cloxabix
- Cordarone
- Cosopt (Afskráð des. 2021)
- Cosopt sine
- Cotrim
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Decortin H
- Dexametason Abcur
- Dexamethasone Krka
- Dexavit
- Diclomex
- Diclomex Rapid (afskráð)
- Diltiazem HCl Alvogen(Hét áður Dilmin)
- Dimax Rapid
- Dorzolamide/Timolol Alvogen
- Doxycyklin EQL Pharma
- Doxylin
- Duokopt
- DuoTrav
- Emselex
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- EpiPen
- EpiPen Junior
- Eplerenon Krka
- Eplerenone Alvogen
- Eplerenone Bluefish
- Eusaprim
- Euthyrox
- Ezetimib/Simvastatin Krka
- Fixopost
- Flecainid STADA (Afskráð sept 2020)
- Florinef
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Forsteo
- Fotil forte
- Furix
- Galantamin STADA
- Ganfort
- Gaviscon
- Hjartamagnýl
- Hydromed
- Íbúfen
- Ibuprofen Bril
- Ibutrix
- Ibuxin
- ibuxin rapid
- Idotrim
- Ikervis
- Impugan
- Inegy
- Inovelon
- Inspra
- Isoptin Retard
- Janumet
- Januvia
- Januvia (Lyfjaver)
- Jext
- Kalspar
- Klacid
- Lanser
- Lansoprazol Krka
- Lanzo
- Lasix Retard (Afsrkáð nóvember 2021)
- Laxoberal
- Levaxin
- Lipistad
- Logimax
- Logimax forte
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losec (afskráð Júní 2021)
- Magical Mouthwash
- Magnesia medic
- Marcain adrenalin
- Metoprolin
- Metoprolol Alvogen
- Metoprolol ratiopharm (Afskráð Jan. 2022)
- Metoprololsuccinat Hexal
- MicardisPlus
- Modifenac
- Natrilix Retard
- Nurofen Apelsin
- Omeprazol Actavis
- Omeprazol Alvogen
- Omeprazol Medical Valley
- Omeprazol Sandoz
- Oracea
- Parapró
- Pariet
- Picoprep
- Plaquenil
- Pranolol
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- Presmin Combo
- Propranolol hydrochloride
- Questran (Afskráð feb 2019)
- Questran Loc (Afskráð feb 2019)
- Quinine Sulphate Actavis (Afskráð mars 2019)
- Rabeprazol Actavis
- Rabeprazol Krka
- Rabeprazol Medical Valley
- Relifex
- Rennie
- Rimactan
- Salazopyrin
- Salazopyrin EN
- Sandimmun Neoral
- Seloken
- Seloken ZOC
- Simvastatin Actavis
- Simvastatín Alvogen
- Simvastatin Bluefish
- Solian
- Sotalol Mylan
- Spirix
- Spiron
- Sporanox
- Steglujan
- Stesolid
- Strefen
- Strefen körsbär
- Strefen Orange Sukkerfri
- Tafil
- Tafil Retard
- Tambocor
- Taptiqom
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Timosan Depot
- Topimax
- Topiramat Actavis
- Topiramate Alvogen
- Trandate
- Travoprost/Timolol Medical Valley
- Travoprost/Timolol STADA
- Treo
- Treo Citrus
- Treo Hindbær
- Trimetoprim Meda
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide ratiopharm
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Veraloc Retard
- Vfend
- Voltafenak Rapid
- Voriconazole Accord
- Vóstar-S
- Xalcom
- Xylocain adrenalin
- Xylocain Dental Adrenalin
- Zarator
- Zitromax
- Zonegran
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með of- eða vanvirkan skjaldkirtil
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með öndunarfærasjúkdóm
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.
Börn:
Minni skammtar eru notaðir fyrir börn yngri en 10 ára.
Eldra fólk:
Viðkvæmara fyrir eitrunum af völdum lyfsins. Minni skammtar eru oft notaðir.
Akstur:
Í fáum tilfellum getur lyfið skert aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins. Sjúklingar með hjartabilun ættu þó alltaf að halda áfengisneyslu í lágmarki.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni. Mixtúran inniheldur alkóhól. Notkun hennar er bönnuð í sumum íþróttagreinum.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.