Leptanal

Verkjalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Fentanýl

Markaðsleyfishafi: Williams & Halls | Skráð: 1. október, 1989

Leptanal inniheldur virka efnið fentanýl. Fentanýl veldur kröftugri verkjastillingu og hefur slævandi áhrif. Lyfið tilheyrir flokki sterkra verkjalyfja sem kallast ópíóíðar en þeir eru skyldir morfíni. Leptanal er notað í meðallagi löngum og löngum skurðaðgerðum ásamt ífarandi rannsóknum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Eftir inndælingu í bláæð kemur verkun fljótt fram. Hámarks verkjastilling kemur yfirleitt fram eftir 3-5 mínútur

Verkunartími:
Eftir stakan skammt í bláæð er 30 mínútur

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið er gefið undir stöðugu eftirliti og því ólíklegt að skammtur gleymist.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Læknir hættir að gefa lyf þegar það er ekki þörf á því lengur

Ef tekinn er of stór skammtur:
Mjög ólíklegt er að þetta gerist þar sem lyfið er gefið af heilbrigðisstarfsmanni

Langtímanotkun:
Leptanal er ekki ætlað til langtímanotkunnar


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins eru ógleði, uppköst og syfja. Alvarlegasta aukaverkunin er hömlun öndunar en hún er háð skömmtum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hjartsláttartruflanir        
Höfuðverkur        
Lágþrýstingur, blóðþrýstingsfall, hraðtaktur        
Meðvitundarleysi og krampar      
Sjóntruflanir        
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Öndunarbæling    
Þreyta eða vöðvastífleiki        
Ógleði, uppköst, lystarleysi, kviðverkur, óhóflegur þorsti, öndunarerfiðleikar, ringlun, óeðlileg þreyta eða syfja.        

Milliverkanir

Fentanýl getur valdið auknum bælandi áhrifum með grunnri öndun, lágþrýstingi, miklum sefandi áhrifum og dái samtímis notkun lyfja sem hafa áhrif á miðtaugakerfið. Til þeirra lyfja teljast til dæmis þunglyndislyf, sefandi lyf, svefnlyf, almenn svæfinga- og deyfingalyf, róandi lyf, vöðvaslakandi lyf og áfengi. Því þarf að fylgjast mjög náið með sjúklingum sem fá þessi lyf samtímis fentanýli.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með lungnasjúkdóm, svo sem astma eða berkjubólgu
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með vöðvaslensfár (myasthenia gravis)
  • þú hafir haft mikinn höfuðverk eða fengið höfuðáverka
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Lyfið getur haft áhrif á fóstur og/eða nýbura.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára.

Eldra fólk:
Auknar líkur eru á aukaverkunum, oftast eru minni skammtar notaðir.

Akstur:
Lyfið hefur áhrif á viðbragðsflýti og aksturshæfni. Ekki aka bíl á meðan lyfið er notað.

Áfengi:
Áfengi eykur öndunarhemjandi áhrif fentanýls. Ekki neyta áfengis meðan lyfið er notað.

Íþróttir:
Bannað í keppni.

Fíknarvandamál:
Fentanyl getur verið vanabindandi. Ávanahætta er meiri eftir því sem skammtar eru stærri eða lyfið er notað í lengri tíma og hjá þeim sem hafa tilhneigingu til misnotkunar lyfja eða áfengis.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.