Ludiomil

Geðdeyfðarlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Maprótilín

Markaðsleyfishafi: Amdipharm | Skráð: 1. júní, 1977

Ludiomil inniheldur virka efnið maprótilín og er notað við geðdeyfð sem stafar af hvaða orsökum sem er. Lyfið tilheyrir flokki fjórhringlaga geðdeyfðarlyfja og er ósérhæfður mónóamín endurupptökuhemill. Lyfið hindrar endurupptöku noradrenalíns og það er talið skýra út hvers vegna lyfið verkar á geðdeyfð. Lyfið hefur áhrif á flest einkenni geðdeyfðar, það bætir skap, eykur líkamlega virkni, bætir matarlyst og eykur áhuga á daglegu lífi. Áhrifanna gætir aðeins hjá sjúklingum með geðdeyfð en sjást ekki hjá heilbrigðum sem taka lyfið. Lyfið hefur líka að geyma antihistamín og kvíðastillandi áhrif. Maprótilín er sefandi. Hjá þunglyndum sjúklingum hefur lyfið góð áhrif á svefn (REM svefn).


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
75-150 mg á dag.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
2-3 vikur eftir reglulega töku lyfsins. Ekki skal hætta meðferð á þessum fyrstu vikum. Ef einkenni hafa ekki batnað innan mánaðar skaltu leita læknis.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Leita ætti til læknis í öllum tilvikum. Ef vart verður við einkenni eins og hjartsláttarónot, krampa eða skerta meðvitund skal leita neyðarhjálpar þegar í stað.

Langtímanotkun:
Mælt er með því að fylgst sé með nýrna- og lifrarstarfsemi við langtímanotkun. Leggja ber ríka áherslu á góða tannhirðu þar sem dregur úr munnvatnsframleiðslu og hætta á tannskemmdum eykst.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Gula        
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir      
Hjartsláttarónot        
Höfuðverkur, sljóleiki        
Krampar      
Munnþurrkur        
Skapgerðarbreytingar, rugl, svefntruflanir      
Skjálfti        
Syfja, þreyta, höfuðverkur        
Útbrot og mikill kláði        
Þvaglátstruflanir        

Milliverkanir

Maprótilín getur aukið blóðsykurslækkandi áhrif sykursýkilyfja til inntöku og insúlíns.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með þvagtregðu
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með flogaveiki eða lækkaðan krampaþröskuld
  • um er að ræða eitranir vegna áfengis, svefnlyfja, verkjalyfja eða geðlyfja
  • þú sért með sögu um gláku
  • þú sért með langvarandi hægðatregðu

Meðganga:
Nokkur hætta er á því að lyfið hafi áhrif á fóstur.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Minni skammtar eru notaðir.

Akstur:
Dregið getur úr viðbragðsflýti hjá sumum sjúklingum. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Almennt er mælt gegn því að neyta áfengis samhliða meðferð með geðdeyfðarlyfjum.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.