Phosphoral

Hægðalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Natríumtvíhýdrógenfosfattvíhýdrat Tvínatríumfosfattólfhýdrat

Markaðsleyfishafi: Laboratorios Casen-Fleet | Skráð: 1. mars, 1999

Phosphoral er hægðalyf sem er notað til að hreinsa þarma fyrir skurðaðgerðir, ristilspeglanir eða röntgenrannsóknir á ristli. Lyfið inniheldur natríumfosföt, sem eru sölt, og það eykur vökvasöfnun í smáþörmunum. Vökvasöfnunin leiðir til aukinna hreyfinga í þörmunum og þeir tæmast. Natríumfosföt á hins vegar ekki að nota til að meðhöndla hægðatregðu.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Mixtúra til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Sérstakar leiðbeiningar fylgja lyfinu og segja nákvæmlega til um það hvernig nota eigi lyfið. Hefja skal inntöku lyfsins daginn fyrir rannsókn. Máli skiptir hvort rannsóknin er fyrir eða eftir hádegi og hvaða skammtaleiðbeiningum er fylgt. Sjá nánar í leiðarvísi sem fylgir með lyfinu.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið veldur venjulega niðurgangi eftir ½-6 klst.

Verkunartími:
Lyfið er eingöngu notað fyrir skurðaðgerð, ristilspeglun eða röntgenrannsókn á ristli.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Einungis má neyta fljótandi fæðu á meðan lyfið er tekið. Það er nánar tilgreint í leiðarvísi sem fylgir með lyfinu hvers má neyta og hvenær. Þegar talað er um "tæra vökva" er átt við vatn, tæra súpu, tærar saftir eða gosdrykki og ávaxtasafa án aldinkjöts.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið þarf að geyma við hitastig lægra en 25°C. Lyfið má ekki geyma í ísskáp.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið er eingöngu notað fyrir skurðaðgerð, ristilspeglun eða röntgenrannsókn á ristli og er mikilvægt að fylgja notkunarleiðbeiningum til hins ýtrasta.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er eingöngu notað fyrir skurðaðgerð, ristilspeglun eða röntgenrannsókn á ristli og er mikilvægt að fylgja notkunarleiðbeiningum til hins ýtrasta.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu strax samband við lækni í öllum tilfellum.

Langtímanotkun:
Lyfið er eingöngu notað fyrir skurðaðgerð, ristilspeglun eða röntgenrannsókn á ristli.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Höfuðverkur, svimi        
Kviðverkir, uppþemba        
Máttleysi        
Niðurgangur        
Ógleði, uppköst        
Útbrot, kláði        

Milliverkanir

Gæta þarf varúðar ef lyfið er gefið sjúklingum sem taka lyf eins og kalsíumblokkara (hjartalyf), þvagræsilyf, litíum eða önnur lyf sem geta haft áhrif á þéttni salta í blóði. Þá getur lyfið haft áhrif á frásog lyfja úr meltingarveginum og þannig dregið úr eða hindrað verkun lyfja sem eru tekin inn reglulega. Hér má nefna dæmi um getnaðarvarnarlyf, flogaveikilyf, sýklalyf og sykursýkilyf.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért á saltsnauðu fæði
  • þú sért með eða hafir haft sjúkdóm í meltingarvegi
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með ógleði, uppköst eða magaverki
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.