Protelos

Lyf við sjúkdómum í beinum | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Strontíum

Markaðsleyfishafi: Servier | Skráð: 1. ágúst, 2005

Beinþynning er sjúkdómur sem lýsir sér í aukinni hættu á beinbrotum. Líkaminn er stöðugt að eyða gömlum beinvef og mynda nýjan og ríkir jafnvægi þar á milli ef allt er eðlilegt. Við beinþynningu raskast þetta jafnvægi og beintap verður meira en nýmyndunin. Beinin verða því þynnri og brothættari fyrir vikið. Konur eftir tíðahvörf eru í meiri hættu að fá beinþynningu en aðrir og er hægt að draga úr hættunni með kvenhormónagjöf. Heilsusamlegt líferni, næg kalk- og D-vítamíntaka og hreyfing eru einnig allt þættir sem minnka líkur á beinþynningu. Beinþynning liggur í ættum en getur líka m.a. tengst illkynja sjúkdómum og verið aukaverkun sumra lyfja. Margir sem eru með beinþynningu hafa engin einkenni og því er hún oft ekki greind fyrr en kemur að fyrsta beinbroti. Mestar líkur á beinbrotum eru í hrygg, mjöðmum og framhandlegg. Strontíum, virka efnið í Protelos, er notað til meðferðar við beinþynningu hjá konum eftir tíðahvörf. Lyfið eykur beinmassa með því að draga úr niðurbroti beina og hvetja enduruppbyggingu þeirra, beinmassinn eykst og þannig dregur úr hættunni á beinbrotum. Gæði nýmyndaða beinsins eru eðlileg.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Skammtar til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
1 skammtapoki (2 g) á dag. Innihaldinu er hrært saman við vatn og drukkið. Nýting lyfsins verður mest ef það er tekið inn fyrir svefn að kvöldi, a.m.k. 2 klst. eftir máltíð.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Byrjar strax að verka en það getur tekið nokkra mánuði að sjá merkjanlega aukningu í beinmassanum.

Verkunartími:
Minnst 24 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni. Meðferð við beinþynningu er yfirleitt langtímameðferð.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef stórir skammtar eru teknir eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni. Hægt er að drekka mjólk eða nota sýrubindandi lyf til að minnka frásog lyfsins út í blóðið.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða. Ekki er þó komin nein reynsla af langtímanotkun vegna þess hversu nýkomið lyfið er á markað.


Aukaverkanir

Heildartíðni aukaverkana er svipuð og hjá lyfleysu og eru þær yfirleitt vægar og tímabundnar. Helsta ástæða þess að meðferð er hætt er vegna þess að sjúklingar finna fyrir ógleði. Aðrar algengar aukaverkanir eru niðurgangur, höfuðverkur og erting í húð.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Höfuðverkur        
Krampar        
Ógleði, niðurgangur        
Útbrot, kláði        
Verkur í fótum, nára eða fyrir brjósti      
Yfirlið, minnistruflanir        

Milliverkanir

Þeir sem nota lyf sem inniheldur kalk og sýrubindandi lyf ættu að bíða a.m.k. í 2 klst. áður en strontíum er tekið inn. Ef þörf er á að taka sýrubindandi lyf innan þess tíma er ásættanlegt að nota bæði lyfin á sama tíma en við það verður nýting strontíum umtalsvert minni.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú hafir fengið meðferð vegna blóðtappa
  • þú sért með alvarlegan nýrnasjúkdóm
  • þú sért rúmföst eða eigir að fara í skurðaðgerð

Meðganga:
Lyfið er ætlað konum eftir tíðahvörf.

Brjóstagjöf:
Lyfið er ætlað konum eftir tíðahvörf.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins. Sé áfengis neytt í miklu magni eykst hættan á byltum sem eykur hættuna á að sjúklingar detti og brotni.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Mælt er með töku kalks og D-vítamíns samhliða lyfjagjöfinni nema tryggt sé að nægjanlegt magn af þessum efnum fáist úr fæðunni. Ekki skal taka kalkið inn á sama tíma og lyfið og best er að minnst 2 klst. líði á milli.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.