Riluzol Actavis

Önnur lyf með verkun á taugakerfið | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Rílúzól

Markaðsleyfishafi: Actavis | Skráð: 1. nóvember, 2012

Riluzol er notað í því skyni að lengja líf eða tímann þangað til að öndunarhjálp verður nauðsynleg hjá sjúklingum með hliðarstrengjaæxli (ALS), en það er hrörnunarsjúkdómur sem leggst á taugakerfið. Virka efnið rílúzól, hefur ekki reynst gagnlegt til meðferðar á síðari stigum sjúkdómsins. Öryggi og verkun rílúzóls hefur aðeins verið rannsakað í tengslum við ALS sjúkdóminn. Rílúzól á því alls ekki að gefa sjúklingum með aðra hreyfitaugahrörnunarsjúkdóma. Meingerð hliðarstrengjaæxlis er ekki að fullu skýrð, ýmislegt bendir þó til þess að í sjúkdómnum eigi svonefnd glútamínsýra, sem er örvunartaugaboðefni í miðtaugakerfinu, stóran þátt í frumudauða. Talið er að rílúzól sporni á móti þessu, en verkunarháttur lyfsins er óljós, eins og áður sagði.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
50 mg í senn á 12 klst. fresti, helst alltaf á sama tíma dags.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir ástandi sjúklings.

Verkunartími:
Misjafn eftir ástandi sjúklings.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Mjög fituríkur matur, glóðarsteiktur matur, sígarettureykingar og koffein geta haft áhrif á virkni lyfsins.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu. Hafðu samband við lækni ef fleiri en einn skammtur gleymist.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni geta aftur komið fram þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef barn notar lyfið eða vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Rílúzól getur valdið blóðbreytingum og haft áhrif á lifrarstarfsemi. Fylgjast þarf reglulega með samsetningu blóðs og lifrar.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Dofi í kringum munn          
Gula          
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Hraður hjartsláttur          
Ógleði, uppköst, kviðverkir          
Syfja          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Verkir          
Þróttleysi, svimi, höfuðverkur          

Milliverkanir

Vegna takmarkaðrar reynslu af notkun rílúzól eru milliverkanir þess ekki staðfestar.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima eða þokusýn. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.