Selegilin Mylan

Lyf við Parkinsonsjúkdómi | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Selegilín

Markaðsleyfishafi: Mylan | Skráð: 1. júlí, 1994

Selegilín er notað eitt sér eða ásamt levódópa (sjá Madopar og Sinemet) við parkinsonsveiki í tilfellum þegar illa gengur að stjórna sveiflum á sjúkdómseinkennum með levódópa einu sér. Parkinsonsveiki orsakast af hrörnun taugafrumna, en lík sjúkdómseinkenni geta komið fram eftir heilaskaða, við truflun á blóðflæði í heila, eða sem aukaverkanir lyfja. Sjúkdómseinkennin stafa af ójafnvægi milli taugaboðefnanna asetýlkólíns og dópamíns í heila, þaðan sem samhæfingu hreyfinga er stjórnað. Magn dópamíns minnkar en vægi asetýlkólíns verður þá hlutfallslega of mikið. Í parkinsonsveiki er þetta vegna hrörnunar taugafrumnanna sem framleiða dópamín. Selegilín hindrar niðurbrot dópamíns og veldur þar með aukningu á magni þess í heila. Selegilín eykur áhrif levódópa, og oftast reynist þörf á því að minnka skammta af levódópa þegar selegilíni er bætt við í meðferðina.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
5-10 mg á dag í 1-2 skömmtum.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif á einkenni parkinsonsveiki: 1 klst.

Verkunartími:
Áhrif á einkenni parkinsonsveiki vara í 1-3 daga.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni. Einkenni geta versnað þegar töku lyfsins er hætt.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Of stórir skammtar valda frekar aukaverkunum. Mjög stórir skammtar geta valdið hröðum hjartslætti, blóðþrýstingshækkun, ógleði, uppköstum og öndunarerfiðleikum. Hafið samband við lækni strax ef þessi einkenni koma fram.

Langtímanotkun:
Selegilín getur lengt þann tíma sem hægt er að nota levódópa við parkinsonsveiki. Sjá levódópa (lyfin Madopar og Sinemet).


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins eru ógleði og blóðþrýstingsfall í uppréttri stöðu.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Breytingar á hegðun eða skapferli        
Hjartsláttartruflanir, hægur hjartsláttur      
Munnþurrkur        
Ógleði, svimi        
Ósjálfráðar hreyfingar        
Svefntruflanir        
Svimi þegar staðið er upp        
Útbrot, kláði        

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með hjartasjúkdóm eða háan blóðþrýsting
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú hafir fengið maga- eða skeifugarnarsár
  • þú hafir haft geðsjúkdóm
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Eldra fólk þolir síður stóra skammta af lyfinu.

Akstur:
Lyfið getur dregið úr viðbragðsflýti. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Bannað í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.