Tiacur

Vítamín | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Tíamín

Markaðsleyfishafi: Abcur | Skráð: 1. september, 2015

Virka innihaldsefnið í Tiacur er B1-vítamín í formi tíamínhýdróklóríðs. Tiacur er notað til meðferðar við ástandi þar sem skortur er á B1-vítamíni, t.d. við vanfrásogi, lystarleysi og áfengisfíkn.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf

Venjulegar skammtastærðir:
Læknirinn mun ákveða nákvæmlega skammtinn sem þér verður gefinn, hafa eftirlit með ástandi þínu og ákveða hvaða meðferð þú færð. Lyfið er yfirleitt gefið daglega í vöðva eða í bláæð.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar stax að verka.

Verkunartími:
Um það bil 1 sólarhringur

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Gjöf lyfsins mun fara fram undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Því er ólíklegt að þér verði gefinn of stór skammtur. Ef þér finnst eitthvað ama að þér skaltu þó láta lækninn vita strax.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar


Aukaverkanir

Staðbundin erting á stungustað

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Húðroði, kláði með eða án útbrota, ofsakláði    

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna

Meðganga:
Leitaðu ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað.

Brjóstagjöf:
Leitaðu ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað.

Akstur:
Ekki er búist við því að Tiacur hafi áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.