Ticlid

Segavarnarlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Tíklópídín

Markaðsleyfishafi: Sanofi - Aventis | Skráð: 1. apríl, 1995

Tíklópídín, virka efnið í Ticlid, hefur blóðþynnandi áhrif. Það hindrar samloðun á blóðflögum, en það er fyrsta skrefið í blóðstorknun og blóðtappamyndun. Tíklópídín lengir líka blæðingartíma. Myndist blóðtappi og stíflar slagæð kemur fram blóðþurrð og jafnvel drep í vefjum sem æðin liggur til. Ef blóðtappi stíflar bláæð myndast bjúgur og bólga í vefjum sem æðin liggur frá. Ticlid er notað til að fyrirbyggja heila- eða hjartadrep vegna blóðtappa. Aukaverkanir lyfsins geta orðið alvarlegar og það er því aðeins notað þegar sjúklingar þola ekki aukaverkanir asetýlsalicýlsýru. Asetýlsalicýlsýra hefur svipuð áhrif og tíklópídín á samloðun blóðflagna, en hún er með annan verkunarmáta en það.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
250 mg í senn 2svar á dag með mat.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Fyrstu áhrif eftir 6 klst., full áhrif eftir 2-5 daga.

Verkunartími:
4-10 dagar eftir stöðuga töku lyfsins.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Aukin hætta er á blóðtappamyndun þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta án samráðs við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum. Stórir skammtar auka líkur á aukaverkunum lyfsins. Ef mjög stórir skammtar eru teknir eða einhver merki um blæðingar, lækkaðan blóðþrýsting, hraðan hjartslátt eða krampa koma fram skal leita neyðarhjálpar þegar í stað.

Langtímanotkun:
Fylgjast þarf reglulega með fjölda hvítra blóðkorna í blóði og storknunarhraða blóðs meðan á meðferð stendur.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins eru óþægindi frá meltingarvegi (niðurgangur hjá um 12,5% þeirra sem taka lyfið) og húðútbrot (um 5%). Aukaverkanir takmarka notkun lyfsins. Þær koma fram í áhrifum á beinmerg og fækkun hvítra blóðkorna, sem aftur veldur dvínandi mótstöðu gegn sýkingum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Gula        
Niðurgangur, óþægindi frá meltingarvegi        
Óeðlilegar blæðingar      
Ógleði        
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi      
Útbrot, kláði        
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar    

Milliverkanir

Samtímis notkun tíklópídíns og blóðþynnandi lyfja og lyfja sem hindra samloðun blóðflagna getur valdið aukinni hættu á blæðingum. Náttúrulyfið ginkgo getur aukið blæðingahættu.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með maga- eða skeifugarnarsár
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Áfengi í miklu magni getur aukið áhrif lyfsins. Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.