Vi-Siblin

Hægðalyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Semen psyllii

Markaðsleyfishafi: Recip

Vi-Siblin inniheldur semen psyllii og er rúmmálsaukandi hægðalyf. Þegar fræin komast í snertingu við vökva í meltingarveginum bólgna þau út, verða hlaupkennd og smyrja veggi smáþarmanna sem aftur auðveldar flutning hægðanna. Hægðirnar aukast jafnframt í rúmmáli, örva um leið þarmavegginn og hreyfingar hans og þar með losun hægða. Heildaráhrifin eru mýkri og betur mótaðar hægðir, og auðveldar að losna við þær út úr líkamanum. Vi-Siblin er notað við hægðatregðu en einnig til að lina hægðir þegar um er að ræða samdráttarverki í þörmum, sprungur í endaþarmi og gyllinæð. Lyfið hefur einnig verið notað við of linum hægðum, t.d. niðurgangi, af því að lyfið sogar til sín vökva og eykur rúmmál hægða.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Kyrni til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Meðferð hefst með einum skammti (6 g) og er lítillega aukinn þangað til æskilegum áhrifum er náð. Viðhaldsskammtur er 1 skammtur í senn 2-3svar á dag. Börn eldri en 6 ára: 1 skammtur í senn 2svar á dag. Börn 2-6 ára: ½ skammtur í senn 2svar á dag. Lyfið má blanda við vökva eða strá yfir mat. Mikilvægt er að drekka vökva samtímis lyfi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Það getur tekið 3-7 daga að ná fullri virkni.

Verkunartími:
Ekki þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku lyfsins þegar einkenni eru ekki lengur til staðar.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef stórir skammtar eru teknir eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða.


Aukaverkanir

Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru notaðar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Magaóþægindi, vindgangur        
Útbrot, kláði        

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú sért með þrengingar í þörmunum
  • þú sért með sár í ristli
  • þú eigir erfitt með að kyngja

Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu. Ekki taka nein lyf á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu nema í samráði við lækni.

Brjóstagjöf:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins samhliða brjóstagjöf.

Börn:
Minni skammtar eru notaðir. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára nema samkvæmt læknisráði.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.