Flensusprauta

Vertu vel undirbúin og komdu í flensusprautun hjá Lyfju í Lágmúla eða á Smáratorgi. 

Lyf_fbauglysing_1200x628_flensusprauta_0918

Inflúensa er veirusýking sem kemur hér á hverju ári og þá einkum á veturna og varir í 2-3 mánuði. Helstu einkenni eru hár hiti, kulda- og hitahrollur, vöðva- og liðverkir. Einnig geta fylgt þessu hósti, nefrennsli, nefstífla og óþægindi í hálsi.

Alvarlegir fylgikvillar geta fylgt inflúensunni, eins og t.d. lungnabólga.

Hægt er að koma í inflúensprautu í Lyfju Lágmúla og Smáratorgi. 

Lyfja í Lágmúla:

Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17:00-19:00. Tímapantanir eru óþarfar.  

Lyfja Smáratorgi:

Laugardaga og sunnudaga kl. 11:00-14:00. Tímapantanir eru óþarfar.

  • Verð: 2.790 kr. og 1.090 kr. fyrir öryrkja og eldri borgara

Sem flestir ættu að láta bólusetja sig en eldra fólk og einstaklingar með skert ónæmiskerfi eða langvinna sjúkdóma eins og t.d. astma og hjartasjúkdóma ættu alltaf að láta bólusetja sig. Starfsmenn sem vinna í nánum samskiptum við aðra ættu sérstaklega að huga að bólusetningu vegna aukinnar smithættu. Skólafólk og þeir sem ekki vilja missa úr vinnu ættu að sjálfsögðu einnig að láta bólusetja sig.

Hverja á ekki að bólusetja?

Frábendingar gegn bólusetningu eru ofnæmi fyrir eggjahvítu, neómycini og formalíni.

Hvernig virkar bólusetning?

Veikluðum inflúensuveirum er sprautað í vöðva. Við það virkjast ónæmiskerfið og myndar mótefni gegn viðkomandi veirum. Það tekur bóluefnið u.þ.b. 2 vikur að ná fullri virkni. Þegar inflúensa fer að ganga og smit berst þá eru mótefnin tilbúin og byrja strax að vinna gegn veirunni þannig að hún nær sér ekki á strik og veldur ekki veikindum.

Veldur bólusetning veikindum?

Bólusetning veldur sjaldnast veikindum. Allmargir fá þrota og roða á stungustað og u.þ.b. 5-10% fólks fær væga beinverki og höfuðverk.

Hversu oft þarf að bólusetja?

Inflúensuveiran breytist milli ára og því þarf nýtt bóluefni og bólusetningu á hverju ári. Ef lítil breyting verður á inflúensuveirunni milli ára þá getur líkaminn þekkt og munað eftir veirunni frá því í fyrra. Verstu inflúensufaraldrarnir hafa orðið þegar mikil breyting hefur orðið á stofninum milli ára.

Þjónusta í Lyfju

Lyfja í Lágmúla býður viðskiptavinum að koma í inflúensusprautu í Lyfju Lágmúla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17:00-19:00 og Lyfju Smáratorgi laugardaga og sunnudaga kl. 11:00-14:00. Tímapantanir eru óþarfar.

  • Verð: 2.790 kr. almennt verð og 1.090 kr. fyrir öryrkja og eldri borgara

Hjá Lyfju starfa lyfjafræðingar, hjúkrunarfræðingar, lyfjatæknar og sérþjálfað starfsfólk sem er tilbúið að veita þér upplýsingar og þjónustu í verslunum okkar um land allt.