Samfélagsleg ábyrgð
Lyfja er stór vinnustaður með dreifða starfsemi um allt land. Við leggjum áherslu á að vinna að samfélagstengdum málum sem tengjast heilsu og vellíðan.
Sú aukna vakning sem orðið hefur í umhverfismálum hefur ekki farið fram hjá okkur og erum við nú að efla okkur á því sviði, meðal annars með kaupum á umhverfisvænni pokum og flokkun úrgangs. Við viljum þó ávallt gera betur og lítum aðeins á þetta sem fyrstu skrefin af mörgum.