Störf í boði

Lyfja er eftirsóknarverður vinnustaður þar sem ríkir góður starfsandi og leggjum við kapp á að öllum líði vel og að vinnuumhverfi sem og aðbúnaður sé eins og best verður á kosið.

Lyfja Laugavegi - Sala og afgreiðsla

Við leitum að sjálfstæðum og skipulögðum starfsmanni með ríka þjónustulund í sölu- og afgreiðslustarf í Lyfju Laugavegi.

Starfið felst í ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra.

Vinnutíminn er frá 12:00 - 18:00 alla virka daga og annan hvern laugardag frá 11:00 - 16:00.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Alfreð Ómar Ísaksson, lyfsali í síma 552-4050 og tölvupóst alfred@lyfja.is

Í samræmi við jafnréttisáætlun Lyfju hf. hvetjum við karla jafnt sem konur til þess að sækja um störf hjá fyrirtækinu.

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál

Sækja um starfið

Lyfja Nýbýlavegi - Sala og afgreiðsla

Við leitum að starfsmönnum í frábæran starfsmannahóp Lyfju Nýbýlavegi. 

Um er að ræða starf við sölu og afgreiðslu og þarf viðkomandi að hafa góða þjónustulund, vera jákvæður, duglegur og kurteis.  

Starfið felast í ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra.

Vinnutími er 12-18:30 virka daga og þriðji hver laugardagur 11-16.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega.

Alla nánari upplýsingar veitir Thelma Ögn Sveinsdóttir, lyfsali í Lyfju Nýbýlavegi, s. 527-2757 eða thelma@lyfja.is

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál

Sækja um starfið
Lyfja útibú Höfn í Hornafirði - Lyfjafræðingur


Lyfja hf. leitar að metnaðarfullum og sjálfstæðum lyfjafræðingum til starfa í útibú Lyfju á Höfn. 


Starfs- og ábyrgðarsvið: 
Lyfjafræðingur annast afgreiðslu lyfseðla auk þess sem hann veitir viðskiptavinum og starfsfólki faglega ráðgjöf. 
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fljótlega.

  • Háskólapróf í lyfjafræði og gilt starfsleyfi
  • Stjórnunarhæfileikar
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Áreiðanleiki, metnaður og skipulögð vinnubrögð

Um er að ræða spennandi starf og tækifæri fyrir metnaðarfullan lyfjafræðing.  

Í boði er krefjandi starf, skemmtilegur vinnustaður og gott vinnuumhverfi. 

Hæfniskröfur: 

Nánari upplýsingar veitir Svava Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri, sími 530-3800 eða svava@lyfja.is  

Í samræmi við jafnréttisáætlun Lyfju hf. eru karlar jafnt sem konur hvattir til þess að sækja um stöðu hjá fyrirtækinu. 

Sækja um starfið


Lyfja Húsavík - Lyfjafræðingur


Lyfja hf. leitar að metnaðarfullum og sjálfstæðum lyfjafræðingum til starfa í Lyfju Húsavík.  

Starfs- og ábyrgðarsvið:

Lyfjafræðingur annast afgreiðslu lyfseðla auk þess sem hann veitir viðskiptavinum og starfsfólki faglega ráðgjöf.  

Um er að ræða krefjandi og  spennandi starf á skemmtilegum vinnustað með góðum starfsanda. 

Hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í lyfjafræði og gilt starfsleyfi, lyfjafræðingar sem útskirfast í sumar geta einnig sótt um starfið.
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Áreiðanleiki, metnaður og skipulögð vinnubrögð.

Nánari upplýsingar veitir Svava Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri, sími 530-3800. svava@lyfja.is  

Í samræmi við jafnréttisáætlun Lyfju hf. eru karlar jafnt sem konur hvattir til þess að sækja um stöðu hjá fyrirtækinu. 

Sækja um starfið


Almenn starfsumsókn  

Ef ekkert starf er auglýst getur þú sent inn almenna starfsumsókn