Störf í boði

Lyfja er eftirsóknarverður vinnustaður þar sem ríkir góður starfsandi og leggjum við kapp á að öllum líði vel og að vinnuumhverfi sem og aðbúnaður sé eins og best verður á kosið.

Lyfja Egilsstöðum - Lyfsöluleyfishafi

Lyfja hf. leitar að metnaðarfullum og sjálfstæðum lyfjafræðingi í stöðu lyfsöluleyfishafa í Lyfju Egilsstöðum.  Um er að ræða spennandi starf og tækifæri fyrir metnaðarfullan lyfjafræðing.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Fagleg ábyrgð á rekstri lyfjaverslunarinnar
 • Daglegur rekstur og umsýsla, m.a. starfsmannahald, velta, innkaup og eftirlit með birgðum
 • Ábyrgð á að unnið sé samkvæmt lögum og reglugerðum um lyfsöluleyfi og rekstrarlegum markmiðum Lyfju hf.
 • Afgreiðsla lyfseðla ásamt faglegri ráðgjöf til  viðskiptavina og starfsfólks

Hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í lyfjafræði, gilt starfsleyfi og a.m.k. þriggja ára starfsreynsla
 • Stjórnunarhæfileikar, rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Áreiðanleiki, metnaður og skipulögð vinnubrögð
 • Reynsla af sambærilegu starfi kostur

Vinnutími er aðra vikuna kl. 10:00-18:00 og laugardag 10:00-14:00 og hina vikuna 10:00-18:00 mánudag til fimmtudags.  Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Í boði er krefjandi starf, skemmtilegur vinnustaður og gott vinnuumhverfi.

Nánari upplýsingar veitir Þórbergur Egilsson, Forstöðumaður rekstrarsviðs, sími 530-3800 eða the@lyfja.is

Umsóknarfrestur er til 10. desember n.k. og farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Í samræmi við jafnréttisáætlun Lyfju hf. eru karlar jafnt sem konur hvattir til þess að sækja um stöðu hjá fyrirtækinu.

Sækja um starfið

Lyfja Hafnarstræti  – Umsjónarmaður verslunar, lyfjatæknir og sölu- og afgreiðslufólk

Við leitum að starfsfólki í nýja og glæsilega verslun Lyfju við Hafnarstræti í Reykjavík.

Umsjónarmaður verslunar - Við leitum að metnaðarfullum og skipulögðum starfsmanni til að hafa umsjón með versluninni. Starfið felst m.a. í yfirumsjón með framstillingum á vörum, fylgjast með sölutölum og stjórna pöntunum á vörum með sjálfvirku pöntunarkerfi í samræmi við ákvarðanir fyrirtækisins. Samskipti við birgja varðandi vörur í versluninni í samráði við verslana- og markaðssvið Lyfju hf. Yfirumsjón með að verslunin sé hrein og snyrtileg. Veita ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra.

Vinnutími er frá 09:00-16/17:00 alla virka daga og frá 11:00-16:00 annan hvern laugardag.


Lyfjatæknir - Starfið felst m.a. í lyfjapökkun, aðstoð í receptur, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra, afgreiðslu á kassa  auk sölu og ráðgjafar til viðskiptavina við val á öðrum vörum í verslun.

Vinnutími er frá kl. 9 virka daga og önnur hver helgi kl. 11:00-16:00. Um 100% starfshlutfall er að ræða.


Sala- og afgreiðsla - Við leitum að sjálfstæðum og skipulögðum starfsmanni með ríka þjónustulund í sölu- og afgreiðslustarf. Starfið felst í ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra.

Vinnutími:   Um tvö störf er að ræða, annars vegar fullt starf og hins vegar hlutastarf eftir hádegi. Í báðum störfum er unnið á laugardögum aðra hverja helgi 11-16.

Í samræmi við jafnréttisáætlun Lyfju hf. hvetjum við karla jafnt sem konur til þess að sækja um störf hjá fyrirtækinu.

Sækja um störfin


Lyfja Lágmúla - Afgreiðsla og þjónusta

Við leitum að starfsmanni í frábæran starfsmannahóp Lyfju Lágmúla.

Um er að ræða starf við sölu og afgreiðslu, en verslunin er opin alla daga klukkan 8 - 24. Viðkomandi þarf að hafa góða þjónustulund, vera jákvæður, duglegur og kurteis. 

Starfið felst í ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra.

Í boði er líflegur vinnustaður, gott vinnuumhverfi og næg aukavinna í boði hafi viðkomandi áhuga á því. 

Vinnutími er samkvæmt vaktaskema, dag-, kvöld- og helgarvaktir, ca. 100% starfshlutfall.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega.

Allar nánari upplýsingar veitir Anna Sól, lyfsali í Lyfju Lágmúla, sími 533-2300 eðaanna@lyfja.is.

Í samræmi við jafnréttisáætlun Lyfju hf. hvetjum við karla jafnt sem konur til þess að sækja um störf hjá fyrirtækinu.

Sækja um starfið


Lyfja Höfuðborgarsvæðið - Flakkari

Við leitum að sjálfstæðum og skipulögðum starfsmanni með ríka þjónustulund í sölu- og afgreiðslustarf á Höfuðborgarsvæðinu.

Um er að ræða fullt starf í verslunum Lyfju og Apóteksins á Höfuðborgarsvæðinu. Viðkomandi starfsmaður verður með fasta viðveru í Lyfju Lágmúla og Lyfju Smáratorgi (vika og vika) en mun leysa af í öðrum verslunum á Höfuðborgarsvæðinu eftir þörfum.

Starfið er líflegt og skemmtilegt og hentar vel einstaklingi með lifandi persónuleika sem hefur gaman af fjölbreyttu vinnuumhverfi og að kynnast nýju fólki og vinnustöðum.

Helstu verkefni:

 • Almenn afgreiðslustörf  
 • Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum 
 • Afgreiðsla á kassa 
 • Afhending lyfja gegn lyfseðli 
 • Afgreiðsla á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra 

Hæfniskröfur:

 • Rík þjónustulund  
 • Áhugi á mannlegum samskiptum  
 • Jákvæðni og gott viðmót  
 • Sveigjanleiki og áhugi á að kynnast nýju fólki 
 • Geta til að starfa undir álagi  
 • Reynsla af verslunarstörfum er skilyrði  
 • Reynsla af störfum í apóteki er kostur  

Vinnutími er alla jafna virka daga frá kl. 10-18 en viðkomandi þarf þó að geta tekið vaktir 8-16 þegar þannig stendur á. Möguleikar á kvöld- og helgarvinnu.

Vinsamlegast athugið að viðkomandi þarf að tala góða íslensku og vera að minnsta kosti 25 ára.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Svava Þorsteinsdóttir, forstöðumaður mannauðssviðs í síma 530-3800 eða á svava@lyfja.is .

Í samræmi við jafnréttisáætlun Lyfju hf. hvetjum við karla jafnt sem konur til þess að sækja um störf hjá fyrirtækinu.

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Sækja um starfið

Lyfja Smáratorg - Lyfjatæknir

Við leitum að lyfjatækni til að sinna störfum í receptúr ásamt almennri afgreiðslu.

Viðkomandi þarf að geta sýnt sjálfstæð vinnubrögð, vera skipulagður og jákvæður.

Starfið felur í aðstoð við lyfjafræðing í receptúr, ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra. Starfið er á vaktarúllu.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórhildur Sch. Thorsteinsson lyfsali í síma 564 5400 eða thorhildur@lyfja.is. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Í samræmi við jafnréttisáætlun Lyfju hf. hvetjum við karla jafnt sem konur til þess að sækja um störf hjá fyrirtækinu.

Sækja um starfið

Lyfja útibú Höfn í Hornafirði - Lyfjafræðingur


Lyfja hf. leitar að metnaðarfullum og sjálfstæðum lyfjafræðingum til starfa í útibú Lyfju á Höfn. 

Starfs- og ábyrgðarsvið: 
Lyfjafræðingur annast afgreiðslu lyfseðla auk þess sem hann veitir viðskiptavinum og starfsfólki faglega ráðgjöf. 
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fljótlega.

 • Háskólapróf í lyfjafræði og gilt starfsleyfi
 • Stjórnunarhæfileikar
 • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Áreiðanleiki, metnaður og skipulögð vinnubrögð

Um er að ræða spennandi starf og tækifæri fyrir metnaðarfullan lyfjafræðing.  

Hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í lyfjafræði og gilt starfsleyfi, lyfjafræðingar sem útskirfast í sumar geta einnig sótt um starfið.
 • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Áreiðanleiki, metnaður og skipulögð vinnubrögð.

Í boði er krefjandi starf, skemmtilegur vinnustaður og gott vinnuumhverfi. 

Nánari upplýsingar veitir Svava Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri, sími 530-3800 eða svava@lyfja.is  

Í samræmi við jafnréttisáætlun Lyfju hf. eru karlar jafnt sem konur hvattir til þess að sækja um stöðu hjá fyrirtækinu. 

Sækja um starfið

Lyfja Húsavík - Lyfjafræðingur


Lyfja hf. leitar að metnaðarfullum og sjálfstæðum lyfjafræðingum til starfa í Lyfju Húsavík.  

Starfs- og ábyrgðarsvið:

Lyfjafræðingur annast afgreiðslu lyfseðla auk þess sem hann veitir viðskiptavinum og starfsfólki faglega ráðgjöf.  

Um er að ræða krefjandi og  spennandi starf á skemmtilegum vinnustað með góðum starfsanda. 

Hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í lyfjafræði og gilt starfsleyfi, lyfjafræðingar sem útskirfast í sumar geta einnig sótt um starfið.
 • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Áreiðanleiki, metnaður og skipulögð vinnubrögð.

Nánari upplýsingar veitir Svava Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri, sími 530-3800. svava@lyfja.is  

Í samræmi við jafnréttisáætlun Lyfju hf. eru karlar jafnt sem konur hvattir til þess að sækja um stöðu hjá fyrirtækinu. 

Sækja um starfið

Almenn starfsumsókn  

Ef ekkert starf er auglýst getur þú sent inn almenna starfsumsókn