Þjónusta í Lyfju

Þjónusta í Lyfju > Lyfjaskömmtun
Lyfjaskömmtun
Fyrir hverja hentar lyfjaskömmtun?
Lyfjaskömmtun er góður kostur fyrir þá sem taka lyf að staðaldri á ólíkum tímum dagsins eða vikunnar.

Hvað þarf ég að gera?
Skömmtun lyfjanna fer fram í Lyfjalausnum en hægt er að snúa sér til hvaða Lyfju sem er með skömmtunarlyfseðla (ekki lyf), og biðja um þessa þjónustu. Skömmtunarlyfseðlar eru eins og venjulegir lyfseðlar nema læknir hakar í reitinn “Afgreiðist í skammtaöskju” sem er neðarlega á hægri hlið lyfseðilsins. Þar með hefur læknirinn samþykkt lyfjaskömmtunina. Æskilegast er að það sé heimilislæknirinn þinn sem annast þetta og hefur hann þá um leið heildaryfirsýn yfir lyfjameðferðina. Hjá Lyfju skrifar þú undir þjónustusamning og 1-3 virkum dögum síðar er fyrsti skammturinn tilbúinn.

Hvert sæki ég svo skammtanna þegar þeir eru tilbúnir?
Þú getur fengið allt að fjórar vikur afhentar í senn. Ný lyfjarúlla er svo alltaf tilbúin þremur virkum dögum fyrir næstu inntöku í þeirri Lyfju sem þú kýst að versla við eða þeir sendir heim gegn gjaldi.

Hverjir eru kostir lyfjaskömmtunar?
Kostir þess að fá lyfin skömmtuð eru margir;
  • Lyfjaskömmtun eykur öryggi þitt. Minni líkur eru á að lyfjainntaka gleymist
  • Lyfjaskömmtun tryggir betur að lyfin séu tekin inn á réttum tíma dags, og á réttum dögum
  • Síður er hætta á því að rangs lyfs sé neytt eða að sama lyf sé aftur tekið inn sem samheitalyf
  • Að lyfin séu tekin rétt inn tryggir áhrifaríkari lyfjameðferð
  • Umbúðir eru handhægar. Auðvelt er að taka lyfjaskammtana með sér hvert sem er í þar til gerðum umbúðum í stað þess að burðast með allar lyfjabirgðirnar
  • Allar breytingar á lyfjameðferð annast lyfjafræðingur Lyfju og heimilislæknirinn þinn