Augnheilsa og skjábirta

Almenn fræðsla Augun

Í nútíma samfélagi erum við umkringd blárri gervibirtu frá loftljósum og hinum ýmsu raftækjum. Bláa birtan frá þessum tækjum er í mjög ónáttúrulegum hlutföllum miðað við þá bláu birtu sem kemur náttúrulega frá sólinni.

Bláa birtan getur ýtt undir augnþreytu yfir daginn (einkenni: þurr augu, augnkláði, hausverkir og þreyta). Síendurtekin augnþreyta getur síðan leitt til sjónskerðingu til lengri tíma. Á kvöldin getur þessi bláa birta einnig raskað framleiðslu á melatonin sem er svefnhormón.

Blá birta frá raftækjum á kvöldin blekkir líkamsklukku líkamans og sendir líkamanum þau skilaboð að það sé dagur en ekki kvöld. Þetta getur haft áhrif á ýmsa líkamsstarfsemi, þar á meðal hömlun á melatonin framleiðslu. Þetta gerir okkur bæði erfiðara að festa svefn og skerðir svefngæðin okkar til muna

Skjágleraugu

Til þess að vernda augun gegn skaðlegri gervibirtu frá raftækjum yfir daginn er tilvalið að nota glær skjágleraugu. Þessi gleraugu sía út um 30% af blárri birtu sem jafnar litarófið og minnkar þar með álag á augun.

Á kvöldin eftir sólsetur/kvöldmat eða u.þ.b 2-3 klst fyrir háttatíma er síðan ráðlegt að setja upp rauð kvöldgleraugu. Þessi gleraugu hindra 100% af blárri birtu sem gefur líkamanum skýr skilaboð að það sé komið kvöld. • Þar með hjálpum við líkamanum að komast í betra slökunarástand. Líkaminn dregur úr streituhormónaframleiðslu og framleiðir meira magn af melatónín sem ýtir undir bættann svefn og svefngæði.

Önnur sniðug ráð fyrir bláljósagleraugu

  • Notaðu rauðljósagleraugun á næturvöktum 2-3 klst áður en vaktin klárast til að bæta svefngæðin eftir vaktina og/eða notaðu Sleep+ rauðljósagleraugun á ferðalögum milli tímabelta til að aðlagast tímamismuninum hraðar.

Skoðaðu rauðljósagleraugu hér

  • Notaðu glæru skjágleraugun ef þú eyðir löngum tímum inni í skrifstofurýmum, spítölum eða öðrum stofnunum þar sem er sterk flúorlýsing eða bláleit LED lýsing.

Skoðaðu glær skjágleraugu hér

Forrit í síma og tölvu til að hindra blátt ljós úr raftækjum

 

  • Iphone og Ipad

 

https://youtu.be/m5xPjb6HBpA

 

Hjá Lyfju færðu fjölbreytta fræðslu, ráðgjöf, bætiefni, augnvörur, gleraugu og linsur.

Augun_vorur_1350x350_vorur