Bodyolog­ist húðvörur

Almenn fræðsla Húð

Bodyologist húðvörurnar eru samsettar af nokkrum af bestu og vel skjalfestu, virku og áhrifaríkustu innihaldsefnunum, þar á meðal náttúrulegum innihaldsefnum. En sum innihaldsefnin örva og hjálpa hvert öðru. Vörurnar eru allar þróaðar þannig að þær styðja við náttúrulegt pH-gildi húðarinnar. 

Bodyologist

Þegar húðinni er haldið í réttu jafnvægi vinnur hún ein og sér að því að halda því slæma frá og halda í allt það góða. Svo pH er mikilvægur þáttur fyrir almenna heilsu húðarinnar. Til að viðhalda heilbrigðri og eðlilegri virkni húðþröskuldar ætti pH að vera um 5, sem er örlítið súrt, þannig að húðvörur ættu að hafa svipað pH-gildi. Húðvörurnar frá Bodyologist eru með pH-gildi frá 4,85-5,5.

Skoðaðu Bodylogist í netverslun Lyfju hér

Innihaldsefnin í vörunum

HÝALÚRÓNSÝRA
Þetta er hluti sem finnst nú þger í húðinni þinni. Það mettar húðina af raka þar sem það getur haldið raka allt að 1000 sinnum eigin mólekúlþunga. Þannig að það bindur raka í húðinni. Hyaluronic Acid undirbýr húðina líka fyrir önnur innihaldsefni sem virka best þegar húðin er rök t.d. A-vítamín.

NÍASÍNAMÍÐ
Níasínamíð (B3 vítamín) róar og kemur jafnvægi á húðina, róar hana, dregur úr roða, getur hjálpað til við að verjast dökkum blettum og jafna húðlitinn, bætir sýnilegar fínar línur og vinnur gegn þreytu í húð. Allt í allt er þetta mjög gagnlegt innihaldsefni fyrir húð.

IMG_9071A-VÍTAMÍN (RETÍNÓL)
Þetta efni er styrkir húðina og veitir henni jafnvægi. Það örvar kollagenframleiðsluna og skapar því meira „fyllingu“ í húðina, sem gerir það að verkum að línur og hrukkur virðast minna sýnilegar. A-vítamín getur stundum gert húðina smá hrjúfa en níasínamíðið jafnar það út. A-vítamín stuðlar að því að húðin þín lítur stinnari og sléttari út.

AHA (alfa-hýdroxýsýrur)
AHA er skrúbbefni sem leysir upp efnin sem innihalda dauða húðfrumurnar og gerir húðina því heilbrigðari og ljómandi. Það pússar, betrumbætir og mýkir upp grófa og daufa húð og flýtir fyrir endurnýjun frumna. AHA hjálpar til við að draga úr dökkum blettum og jafna út húðlitinn líka. Það hefur einnig þann ávinning að það hjálpar A-vítamíninu að komast inn í neðri húðlögin.

ANDOXNAREFNI OG E-VÍTAMÍN
Við höfum bætt við „kraftblöndu“ af mismunandi andoxunarefnum, þar á meðal E-vítamíni, til að verja húðina gegn streitu, mengun og útfjólubláum geislum. Það mun hjálpa húðinni að koma í veg fyrir skemmdir sem verða á hverjum degi vegna sindurefna og loftagna. Andoxunarefni virka best í samsetningu með öðrum innihaldsefnum eins og t.d. hýalúrónsýra, glýserín og níasínamíð.

SQUALANE
Squalane er náttúrulegt lípíð sem mýkir og gefur húðinni raka og er í raun nú þegar náttúrulega í húðinni. Það hefur einnig getu til að hjálpa til við að flytja önnur innihaldsefni dýpra inn í húðlögin. Squalane sem Bodyologist notar kemur úr evrópskum ólífum. Squalane er stöðugt form squalane svo það oxast ekki eins auðveldlega.

GLYSERIN
Þetta er einn besti rakagjafinn fyrir húðina. Það er svipað og náttúrulegi rakinn sem er í húðinni og það hjálpar til við að koma á eðlilegu jafnvægi og verja húðina gegn þurrki, og einnig að halda yfirborði húðarinnar í góðu formi, sem þýðir að halda út hinu slæma og halda í það góða.

Samsett innihaldsefni í vörunum

A-VÍTAMÍN + NÍASÍNAMÍÐ
A-vítamín (retinól) getur í sumum tilfellum pirrað húðina svolítið en níasínamíð róar hana á sama tíma og skapar þar með jafnvægi í húðinni.

IMG_0220A-VÍTAMÍN + HÍALÚRÓNSÝRA
Hýalúrónsýran veitir húðinni raka gerir hana móttækilegri fyrir A-vítamíninu (retínóli) svo hún getur hjálpað til við að slétta húðina og örva kollagenframleiðsluna.

AHA + A-VÍTAMÍN
AHA hjálpar til við að flytja A-vítamínið (retínól) til neðstu laga húðarinnar þar sem það getur unnið best.

SQUALANE + SHEABUTTER
Meðal annarra eiginleika hjálpa munu þessi tvö innihaldsefni hjálpa til við að róa og styrkja húðhindrunina sem A-vítamínið og sýrurnar geta truflað svolítið, en í þessari samsetningu færðu það besta úr báðum heimum.

Skoðaðu Bodylogist í netverslun Lyfju hér


Appid_nytt