Melatónín

Almenn fræðsla Náttúruvörur Spennandi vörur Svefn

Góður svefn er afar mikilvægur heilsunni. Í svefni hvílist líkaminn, endurnýjar sig og nærir. Þá fer fram framleiðsla ýmsum hormónum sem og fjölmargir aðrir ferlar sem líkamanum eru nauðsynlegir.

Í einföldu máli má segja að dægursveifla eða líkamsklukkan stýrist af tveimur hormónum, Cortisol sem kemur okkur á fætur á morgnana og síðan Melatónín sem hjálpar okkur að sofna.

Melatónín er hormón sem líkaminn framleiðir í heilaköngli og er oft kallað svefn hormónið. Það stýrist af birtustigi og virkar í raun þannig að það gefur líkamanum boð um að það sé að koma svefntími svo hægt sé að slaka á og sofna. Aðeins hefur verið að hægt fá Melatónín gegn lyfseðli hér á landi en nýverið var því breytt og því hægt að fá núna í lausasölu og þá í 1mg styrkleika.

Melatónín hefur í gegnum árin verið notað af þeim sem þjást af langvarandi svefnleysi sem og af flugþreytu en æ fleiri nota það til að ná betri og dýpri svefni. Fyrir utan svefn ávinninginn hefur hormónið bæði sterk andoxunar áhrif sem og er vægt bólgueyðandi. Það hjálpar til við jafnvægi á líkamshita, blóðþrýsting, blóðsykurstjórnun og líkamsþyngd. Það er talið geta haft góð áhrif á sjón, minnkað líkur á bakflæði og hjálpað til við mígreni.

Góðar svefnvenjur eru samt einnig afar mikilvægar. Best er að sleppa því að innbirgða koffein a.m.k. átta tímum fyrir svefn. Ekki að borða fjórum tímum fyrir svefn. Ekki að nota símann, tölvuna eða sjónvarp helst tveimur tímum fyrir svefn. Gott er að halda sig við góða svefn rútínu og að sofa í eins miklu myrkri og kostur er, sér í lagi á sumrin þegar bjart er hér á landi allan sólarhringinn.

Góð heilsa stýrist af mörgum þáttum, dagleg hreyfing er mikilvæg, hollt og gott mataræði og sem fyrr svefn. Venjum okkur á að tileinka okkur góðar svefnvenjur og ef bæta má svefninn er tilvalið að skoða Melatónín og finna hvort það hjálpi.

Skoðaðu Melatónín í netverslun Lyfju hér

1350x350_svefn