Hvað er K2 vítamín?

Vítamín

Heilbrigð þarmaflóra mannslíkamanns myndar K2 vítamín sem er í flokki þeirra fituleysanlegu. Lengi hefur verið talið að þar myndist nægilegt magn fyrir líkamsstarfsemina en nú deila menn um þetta.

Nýlegar rannsóknir benda til að við höfum stórlega vanmetið áhrif K2 á heilsufar og margir vilja meina að sökum þess hve uppataka þess er erfið úr fæðu, þá sé æskilegt að taka það inn í formi bætiefnis.

K2 vítamín:

  • Er talið vinna á móti hjartasjúkdómum
  • Stuðlar að aukinni beinþéttni
  • Er nauðsynlegt fyrir húðina og heilann.
  • Er talið góð hjálp í baráttu við ýmis krabbamein, sérstaklega í blöðruhálskyrtli
  • Hentar ekki þeim sem eru á blóþynningarlyfjum