Blóðsykur

Almenn fræðsla R Öndunarfæralyf Sykursýki

Glúkósi (blóðsykur) er einn mikilvægasti orkugjafi líkamans. Margir þættir hafa áhrif, s.s. líkamleg áreynsla, fæði, geta lifrar til að framleiða blóðsykur og ýmis hormón, t.d.insúlín.

Til að blóðsykurinn nýtist sem orkugjafi þarf hann að fara úr blóðinu inn í frumur líkamans fyrir tilstuðlan insúlíns sem er framleitt í briskirtlinum. Gildi blóðsykurs er breytilegt yfir daginn og er mest eftir máltíðir. Afleiðingarnar af of háum blóðsykri til lengri tíma geta verið margvíslegar og ekki síst fyrir hjarta og æðakerfið. Til að mælingin sé marktæk er best að vera fastandi í 2-4 klst. fyrir mælingu.

ÆSKILEG GILDI BLÓÐSYKURS
Fastandi blóðsykur 3,6-6,0 mmól/L

SYKURSÝKI
Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem orsakast af því að sykurinn í blóðrásinni hækkar. Sykursýki tegund 1 (insúlínháð) er þegar brisið framleiðir ekki insúlín og sykurinn kemst ekki úr blóðinu inn í frumurnar. Þessi tegund er algengust hjá ungu fólki og börnum. Sykursýki tegund 2 (insúlínóháð eða áunnin) er þegar brisið hægir á starfsemi sinni eða þegar frumur líkamans hafa minni getu til að nýta insúlínið.

EINKENNI SYKURSÝKI

  • Þreyta og slen
  • Tíð þvaglát
  • Þorsti
  • Sinadráttur, náladofi í fingrum og þrálátar sýkingar í húð

FYRIRBYGGJANDI RÁÐ TIL AÐ VIÐHALDA HEILBRIGÐUM BLÓÐSYKRI

  • Regluleg hreyfing og að vera í kjörþyngd
  • Forðastu unninn mat
  • Borðaðu trefjaríka fæðu og fæðu sem er rík af ómega-3
  • Borðaðu þrjár máltíðir á dag
  • Forðastu að borða á milli mála
  • Drekktu 1,5-2 L af vatni á dag
  • Lágmarkaðu koffeindrykki og áfengi
  • Reyndu að hafa stjórn á stressi

HAFÐU SAMBAND VIÐ LÆKNINN ÞINN
Fljótlega ef fastandi blóðsykur er yfir 7.0 mmól/L en strax ef hann er yfir 10 mmól/L eða ef þú ert með einkenni.

EINKENNI BLÓÐSYKURSFALLS
• Skyndileg hungurtilfinning
• Skjálfti og sviti
• Höfuðverkur
• Hjartsláttaróregla
• Svimi og yfirlið

Ef einkenni blóðsykursfalls koma fram er mikilvægt að innbyrða strax fæðu sem inniheldur mikinn sykur til að koma glúkósanum sem hraðast inn í kerfið til frumnanna.

LYFJA MÆLIR MEÐ

SÉRFRÆÐINGAR LYFJU ERU HÉR FYRIR ÞIG
Þú getur hitt hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sérþjálfað starfsfólk hjá Lyfju án þess
að bóka tíma. Í Lyfju Lágmúla og á Smáratorgi bjóðum við upp á hjúkrunarþjónustuheilsufarsmælingar, sáraskipti og ráðgjöf alla virka daga.


Heilsa þín er okkar hjartans mál, þess vegna leggjum við áherslu á fræðslu, gæðavörur og persónulega þjónustu.

Þú finnur ítarlegri upplýsingar og allt sem þú þarft fyrir heilbrigði og vellíðan hér á lyfja.is eða lyfjabokin.is

Radgjof_Netverslun_1350x350_sykur