Aranesp

Blóðlyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Darbepoetin alfa

Markaðsleyfishafi: Amgen | Skráð: 17. ágúst, 2001

Aranesp er lyf til að meðhöndla blóðleysi. En blóðleysi er þegar ekki eru nægilega mörg rauð blóðkorn í blóðinu og geta fylgt því einkenni eins og þreyta, máttleysi og mæði. Virka efnið í Aranesp heitir darbepoetin alfa og virkar í líkamanum eins og náttúrulega hormónið erýtrópóetín. Erýtrópóetín örvar beinmerginn til að mynda fleiri rauð blóðkorn. Aranesp er notað til að meðhöndla blóðleysi sem tengist langvarandi nýrnabilun hjá börnum og fullorðnum. Við langvarandi nýrnabilun er ekki nóg framleitt af erýtrópóetíni þar sem það er framleitt í nýrunum. Aranesp er einnig notað til að meðhöndla blóðleysi hjá fullorðnum krabbameinssjúklingum með illkynja sjúkdóm í öðrum frumum en mergfrumum og eru í krabbameinslyfjameðferð. En krabbameinslyfjameðferð hindrar beinmerginn að framleiða nóg af blóðkornum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf í áfylltri sprautu.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir. Lyfið er gefið á viku, tveggja vikna eða þriggja vikna fresti. Lyfinu er annað hvort sprautað undir húð eða í bláæð.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um 4 vikur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Nei.

Geymsla:
Geymið hvorki þar sem börn ná til né sjá. Lyfið er geymt í kæli (2°C-8°C) og má ekki frjósa. Eftir að sprauta er tekin úr kæli endist hún í 7 daga.

Ef skammtur gleymist:
Hafa skal samband við lækni.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafa skal samband við lækni. Ef þú finnur fyrir vanlíðan skal hafa strax samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (543 2222).

Langtímanotkun:
Virðist án vandkvæða.


Aukaverkanir

Aukaverkanir eru að einhverju leyti mismunandi hjá sjúklingum með langvarandi nýrnabilun, krabbameinssjúklingum og þeim sjúklingum sem þjást af hvorugu. Hér eru upptaldar algengustu aukaverkanirnar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bjúgur          
Blóðtappar          
Háþrýstingur          
Mikill höfuðverkur, ógleði, uppköst og sjóntruflanir      
Ofnæmisviðbrögð, útbrot og kláði          
Verkur á stungustað          

Milliverkanir

Lítið er um milliverkarnir en ef Aranesp er gefið á sama tíma og lyf sem eru mikið bundin rauðum blóðkornum getur verið að það þurfi að breyta skammti þeirra lyfja þegar blóðrauði eykst.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með háþrýsting
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með lifrarsjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir latex

Meðganga:
Látið lækni vita hvort það sé möguleiki á því að þú sért þunguð eða hyggst verða þunguð.

Brjóstagjöf:
Það á ekki að nota lyfið við brjóstagjöf.

Börn:
Lyfið er einnig ætlað börnum 1 árs og eldri.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.