Colchicine Tiofarma

Þvagsýrugigtarlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Colchicin

Markaðsleyfishafi: Tiofarma B.V. | Skráð: 18. maí, 2022

Virka innihaldsefnið í Colchicine Tiofarma heitir kolsisín. Colchicine Tiofarma er ætlað fullorðnum til meðferðar við bráðri þvagsýrugigt og til fyrirbyggjandi meðferðar við þvagsýrugigtarkasti við upphaf þvagsýrulækkandi meðferðar. Kolsisín er einnig ætlað til notkunar hjá fullorðnum og börnum með arfgenga miðjarðarhafssótt (e. Familial Mediterranean Fever) til fyrirbyggjandi meðferðar við köstum og mýlildum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru breytilegir eftir því hvort verið er að meðhöndla bráð þvagsýrugigtarköst eða í fyrirbyggjandi tilgangi.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Greipaldinsafi getur aukið magn kolsisíns í blóðinu. Því skalt þú ekki borða greipaldin eða drekka greipaldinsafa á meðan þú tekur kolsisín töflur.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi. Geymsluþol eftir fyrstu opnun töfluíláts er 6 mánuðir.

Ef skammtur gleymist:
Ef gleymist að taka skammt skaltu taka annan um leið og þú manst eftir því. Ef næstum er komið að næsta skammti skal ekki taka skammtinn sem gleymdist. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Kolsisín getur haft eiturverkandi áhrif og því er mikilvægt að ekki sé farið umfram skammtinn sem sérfræðilæknir mælir fyrir um. Hætta skal gjöf ef einkenna eitrunar verður vart, svo sem ógleði, uppkasta, kviðverkja eða niðurgangs. Ef þú tekur fleiri töflur en þú átt að gera skaltu strax hafa samband við lækninn, bráðamóttöku næsta sjúkrahúss eða eitrunarmiðstöð Landspítalans í síma 543 2222.

Langtímanotkun:
Langtímanotkun kolsisíns getur tengst B12-vítamínskorti.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hiti, hálsbólga, marblettir eða blæðingar undir húð      
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar      
Ógleði, uppköst, niðurgangur, kviðverkir og minnkuð matarlyst      

Milliverkanir

Greipaldinsafi getur aukið magn kolsisins í blóðinu. Því skalt þú ekki borða greipaldin eða drekka greipaldinsafa á meðan þú tekur kolsisín töflur.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með meltingarfærasjúkdóm
  • þú sért með alvarlega skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi

Meðganga:
Við meðgöngu, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð má ekki taka þetta lyf. Ef þú ert kona á barneignaraldri mátt þú ekki taka þetta lyf nema þú notir örugga getnaðarvörn.

Brjóstagjöf:
Colchicin berst í brjóstamjólk. Ef þú ert með barn á brjósti mátt þú ekki taka þetta lyf.

Eldra fólk:
Gæta skal varúðar við notkun.

Akstur:
Hafa skal möguleika á svefnhöfga og sundli í huga. Ef þú finnur fyrir áhrifum skalt þú ekki aka eða stjórna vélum.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.