Crinone

Kvenhormón | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Prógesterón

Markaðsleyfishafi: Merck AB | Skráð: 1. febrúar, 2018

Crinone er leghlaup sem inniheldur náttúrulegt kvenhormón sem kallast prógesterón. Crinone er ætlað konum sem þurfa viðbótar prógesterón þegar þær eru í frjósemismeðferð (tæknifrjóvgun (assisted reproductive technologies; ART). Prógesterón virkar á slímhimnuna í leginu og hjálpar þér við að verða barnshafandi sem og að viðhalda þungun, þegar þú ert í frjósemismeðferð.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Leghlaup sem er sett í leggöng.

Venjulegar skammtastærðir:
Fylgið leiðbeiningum læknisns.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Hormón frásogast hratt, verkun hefst samdægurs.

Verkunartími:
Lyfið verkar í skamman tíma

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Á ekki við.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Haltu meðferð áfram um leið og þú manst eftir því, og haltu síðan áfram eins og mælst er fyrir um. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Vinsamlegast ráðfærðu þig við lækninn ef þú hættir eða ætlar að hætta notkun lyfsins. Ef prógesterónmeðferð er stöðvuð skyndilega getur það valdið kvíða, skapsveiflum og aukið líkurnar á krömpum.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir eru höfuðverkur, leggangaeinkenni og samdrættir í legi.


Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Meðganga:
Lyfið má nota á fyrsta hluta meðgöngu hjá konum sem þurfa viðbótar prógesterón, þegar þær eru í frjósemismeðferð (ART).

Brjóstagjöf:
Ekki má nota lyfið á meðan á brjóstagjöf stendur, vegna þess að lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Akstur:
Lyfið hefur óveruleg eða væg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Prógesterón getur orsakað syfju eða svimatilfinningu, þess vegna skal viðhafa aðgát þegar ökutækjum og vélum er stjórnað.

Annað:
Lyfið er eingöngu til notkunar hjá konum sem eru í tæknifrjóvgunarferli (assisted reproductive technologies; ART). Meðferðin hefst á degi eggheimtu. Læknirinn lætur þig vita hvenær meðferðin hefst.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.