Kineret

Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Anakinra

Markaðsleyfishafi: Swedish Orphan Biovitrum AB | Skráð: 15. nóvember, 2013

Kineret en ónæmisbælandi lyf notað við iktsýki, COVID-19 hjá sjúklingum með lungnabólgu sem þarfnast súrefnisgjafar og eiga í hættu að fá lungnabilun, Muckle-Wells heilkenni (MWS), fjölkerfabólgusjúkdómi hjá nýburum (NOMID), ættgengu kulda sjálfsbólguheilkenni (FCAS), arfgengri miðjarðarhafssótt (FMF), fjölkerfa barnaliðagigt (SJIA) og Stills-sjúkdómi hjá fullorðnum (AOSD). Virka innihaldsefni kineret heitir anakinra og er cýtókín. Cýtókín eru prótein í líkamanum sem að samræma boðskipti milli frumna og taka þátt í stjórnun á frumuvirkni. Í sjúkdómunum hér að ofan myndast of mikið af próteini sem kallast inerleukín-1 (IL-1), það veldur bólgu og einkennum sjúkdómanna. Anakinra hindrar virkni IL-1 með því að bindast sömu viðtökum og IL-1 þannig að IL-1 nær ekki að bindast þeim og hafa áhrif. Anakinra er framleitt með DNA-tækni í E. coli.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf í áfylltri sprautu.

Venjulegar skammtastærðir:
20-100 mg undir húð einu sinni á dag. Heppilegustu stungustaðirnir eru kviður, ofanverð læri, ofarlega á utanverðum rasskinnum og utanverðir upphandleggir.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Nei.

Geymsla:
Geymið lyfið í kæli (2°C-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið geymist í 72 klukkustundir utan kælis.

Ef skammtur gleymist:
Skal hafa samband við lækni.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Virðist án vandkvæða.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Erting á stungustað          
Höfuðverkur          
Bráðaofnæmisviðbrögð/lost, ofsakláði        
Alvarlegar sýkingar        

Milliverkanir

Það má ekki fá lifandi bólefni á meðan Kineret er notað.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með astma
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með krabbamein
  • þú ert með daufkyrningafæð
  • þú hafir sögu um endurteknar sýkingar

Meðganga:
Notkun lyfsins á meðgöngu hefur ekki verið rannsökuð. Konur á barneignaraldri eiga að nota örugga getnaðarvörn á meðan lyfið er notað.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið skilst út í bjróstamjólk, brjóstagjöf samhliða lyfinu er ekki ráðlögð.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 8 mánaða og ekki við öllum ábendingum.

Eldra fólk:
Það þarf ekki að aðlaga skammta fyrir aldraða.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.