Valcyte

Veirusýkingalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Valgancíklóvír

Markaðsleyfishafi: Cheplapharm | Skráð: 15. febrúar, 2008

Valcyte er veirulyf og er notað til meðferðar á cýtómegalóveiru (CMV)-sýkingum í sjónu augans hjá fullorðnum sjúklingum með alnæmi (AIDS). Og til varnar gegn CMV-sýkingum hjá fullorðnum og börnum sem ekki hafa cýtómegalóveiru en hafa gengist undir ígræðslu á líffæri frá gjafa sem hefur þessa veiru. CMV-sýking í sjónu augans getur valdið sjóntruflunum og jafnvel blindu. Virka innihaldsefni lyfsins kallast valgancíklóvír og það breytist í annað virkt efni sem kallast gancíklóvír í líkamanum. Lyfið hindrar það að veirur geti fjölgið sig og sýkt heilbrigðar frumur.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Mixtúra til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtastærðir eru mismunandi eftir meðferð. Alltaf skal fylgja leiðbeiningum læknis til að koma í veg fyrir ofskömmtun og taka mixtúruna með mat.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Nei.

Geymsla:
Blönduð mixtúra skal geyma í kæli við (2°C - 8°C) og nota innan 49 daga. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir að taka skammt skal taka hann eins fljótt og hægt er og taka svo næsta skammt á réttum tíma. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflur sem gleymst hefur að taka.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki má gera hlé á töku né hætta að taka lyfið nema læknirinn segi til um það.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (543 2222).

Langtímanotkun:
Meðferðarlengd getur verið mismunandi.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Aukin hætta á sýkingum          
Blóðleysi          
Hiti og slappleiki          
Hiti, hálsbólga, sár í munni        
Höfuðverkur, sundl, þreyta          
Kviðverkir, ógleði, uppköst og niðurgangur          
Minnkuð matarlyst, þyngdartap          
Óeðlilegar blæðingar og marblettir        
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar      
Sjónskerðing          
Vöðvaverkir, liðverkir          
Þunglyndi, kvíði          
hiti, kuldahrollur, hjartsláttarónot, rugl og þvoglumæli        

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • ef þú ert með of fá blóðkorn

Meðganga:
Lyfið getur skaðað ófætt barn, látið lækni vita af þungun eða fyrirhugaðri þungun. Konur á barneignaraldri verða að nota örugga getnaðarvörn þegar þær taka lyfið og í a.m.k. 30 daga eftir að meðferðinni lýkur. Karlar eiga að nota verjur meðan þeir eru að taka lyfið og halda því áfram í 90 daga eftir að meðferð lýkur.

Brjóstagjöf:
Lyfið á ekki að nota við brjóstagjöf.

Börn:
Læknir ákvarðar skammt út frá hæð, þyngd og nýrnastarfsemi.

Eldra fólk:
Engar rannsóknir hafa verið gerðar hjá öldruðum.

Akstur:
Aukaverkanir lyfsins geta haft áhrif á akstur, hver og einn þarf að meta aksturshæfni sína.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.