Lyfja fær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023

Lyfja hefur hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023, þriðja árið í röð. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Tilgangur Jafnvægisvogarinnar er að auka jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar, virkja íslenskt viðskiptalíf til að vera fyrirmynd jafnréttis og draga fram í sviðsljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar. 

Að þessu sinni hlutu 59 fyrirtæki, 11 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar. Sigrún Erlendsdóttir tók við viðurkenningunni fyrir hönd Lyfju.

Tilgangur Jafnvægisvogar verkefnisins:

  • Að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi
  • Að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir
  • Að veita viðurkenningar og draga fram í sviðljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar
  • Að standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til hugsunar u
    m virði fjölbreytileika og jafnvægis
  • Að taka saman heildræna stöðu og niðurstöðu greininga á stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöðu