Ný og glæsileg Lyfja opnuð á Húsavík

  • Starfsfólk Lyfju á Húsavík
    Starfsfólk Lyfju á Húsavík

Ný glæsileg Lyfja var opnuð við hátíðlega athöfn að Garðarsbraut 5 (Gamla kaupfélagshúsinu) á Húsavík fimmtudaginn 11. maí.

Í tilefni opnunar Lyfju afhenti Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Lyfju tvo styrki. Annar styrkurinn fór til verkefnis sem gengur út á að hjálpa efnalitlum fjölskyldum að senda börn sín í sumarbúðir og tók Kristjáni Þór Magnússon bæjarstjóri við styrknum að upphæð 150.000 kr. Félag eldri borgara var einnig veittur styrkur að upphæð kr. 150.000 og tók Anna S. Mikaelsdóttir, formaður eldri borgara á Húsavík við styrknum fyrir hönd félagsins.

AfhendingBaejarstoriMynd: Sigurbjörn Gunnarsson og Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri Húsavíkur

AfhendingeldriborgararMynd: Anna S. Mikaelsdóttir tekur við styrknum fyrir hönd Félags eldri borgara frá Sigurbirni Gunnarssyni.

Lyfja óskar starfsfólki Lyfju og bæjarbúum til hamingju með verslunina og vonar að þeim eigi eftir að líða vel í nýrri og glæsilegri Lyfju á Húsavík.