Lyfja appið verðlaunað

Almenn fræðsla

Lyfju appið hlaut verðlaun sem Stafræn lausn ársins og Verkefni ársins á vefum Samtaka vefiðnaðarins (SVEF) 2023 .

Stafræn lausn ársins - umsögn dómnefndar:
Nýlega uppfærð útgáfa lausnarinnar er virkilega vel heppnuð. Skipulag og högun á flokkun og leit er alveg til fyrirmyndar. Einstakt þjónustuframboð gerir sitt til að það hljóti sigur í þessum sterka og fjölbreytta flokki stafrænna lausna.

Verkefni ársins - umsögn dómnefndar:
Verkefni ársins er stílhrein lausn sem tekur vel utan um allt ferlið og leiðir notendur í gegnum alla hluta fjölbreytts þjónustuframboðs. Metnaðarfullt verkefni sem gefur frábært fordæmi hvernig tæknileg lausn getur auðveldað aðgengi fólks að nauðsynlegri þjónustu sem flestir þurfa að nýta sér einhvern tímann á lífsleiðinni.

Lyfju appið hefur verið í loftinu frá því í lok árs 2021, ný útgáfa með uppfærðri hönnun. og auknu vöruvali var svo gefin út í ágúst 2023. Appið breytti upplifun sem getur falið í sér bið og óþarfa bílferðir yfir í framúrskarandi þjónustuupplifun sem einkennist af öryggi og hraða.

Við viljum einfalda lífið og vera til staðar fyrir okkar viðskiptavini þar sem þeir þurfa á okkur að halda.

Á bakvið þjónustuloforð Lyfju og hverja einustu pöntun eru sérfræðingar Lyfju í apótekum okkar um allt land. Verðlaunin eru einna helst þeirra því við vitum að það er þjónusta stafrænnu lausnarinnar sem skapar ánægju viðskiptavina okkar.

Við erum þakklát fyrir einstaka samstarfsaðila, hóp sérfræðinga, fagmanna og fagurkera hjá Vettvangi og Apparatus sem þróa lausnina með okkur.

Takk fyrir okkur, við nýtum þessa hvatningu til að halda áfram á sömu braut.

046fcdb2-57fd-49c0-bfba-f10482ca337f