Bætiefnið SAM

Bætiefni

Náttúruvörur

Hvernig er það með bætiefnið SAM-e (S-adenosyl-L-methionine) er hægt að fá lyfseðil fyrir því á Íslandi, eða heimild frá lækni til að fá það í gegn ef ég panta það á netinu. Langar lika að forvitnast hvort að það væri alveg hætt að selja St John's-wort á Íslandi? 

Vara með þessu innihaldsefni gæti fallið undir lyfjalög, samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun. 

Innflutningur einstaklinga á lyfjum í pósti frá ríkjum utan evrópska efnahagssvæðisins (EES) til eigin nota er bannaður. Einstaklingur sem hyggur á innflutning lyfja frá EES ríkjum til eigin nota verður að geta sýnt fram á að hann hafi þörf fyrir lyfin með vottorði, lyfseðli eða skriflegri yfirlýsingu frá lækni og að hann hafi aflað lyfjanna með lögmætum hætti.

Þú getur lesið meira um lög og reglugerðir varðandi þetta á vefsíðu Lyfjastofnunar þar sem fjallað er um innflutning einstaklinga á lyfjum.

Ég geri ráð fyrir því samkvæmt ofangreindu að þú þurfir að fá lækni til þess að skrifa upp á það að þú þurfir á vöru með þessu innihaldsefni að halda, hvort sem þú myndir panta það sjálfur frá einhverju EES landi eða fá það pantað út á undanþágulyfseðil frá lækni í apóteki. Ég veit ekki hvort það er hægt að panta þetta út á undanþágulyfseðil en það má vera að læknirinn vilji láta reyna á það frekar en póstverslun. Ég mæli með því að þú ræðir þetta við lækninn þinn.

Varðandi St. John´s Wort þá fæst hún ekki lengur hérlendis.