Stinningarvandi

Lyfjainntaka

Er hægt að fá lyf án lyfseðils við stinningarvandræðum sem orsakast af inntöku lyfja?

Það er ekki til neitt áreiðanlegt fæðubótarefni við stinningarvanda eða lyf án lyfseðils. Þetta er hins vegar frekar algeng og vel þekkt aukaverkun af ýmsum lyfjum. Það sem ég mæli með er að ræða þetta við lækninn sem ávísar lyfjunum sem veldur þessum vanda. Kannski er hægt að skipta um lyf eða minnka skammta. Ef að það er ekki mögulegt þá er kannski hægt að leysa þetta með öðrum hætti, t.d. með því að læknirinn skrifi upp á lyfseðil fyrir lyfjum sem hjálpa til við stinningarvanda, s.s. sildenafil.