Pillan Qlaira

Getnaðarvarnir

Ég er að fara að byrja á nýrri getnaðavarnapillur sem heitir Qlaira. Ég var að lesa mér til um hana og sé að tvær síðustu í spjaldinu eru bara lyfleysur. Ef ég ætla ekki að taka "pásu" og fara á blæðingar á ég þá að sleppa að taka þær og byrja á nýju spjaldi? Það stendur í lyfjabókinni að blæðingar hefjast yfirleitt þegar þessar tvær eru teknar inn. Já og annað er nauðsynlegt að taka pásu og fara á blæðingar á þessari pillu?

Aukatöflurnar (Þessar hvítu) eru eingöngu í spjaldinu til þess að minnka líkur á að konur ruglist ekki í inntöku. Mun minni líkur eru á því að ruglast ef tekin er 1 tafla á hverjum degi, alla daga mánaðarins heldur en að viðkomandi tæki 2ja daga hlé á 26 daga fresti. Ég mæli því með að þú takir þessar hvítu plattöflur alltaf inn, þ.e. nema þú ákveðir að fresta blæðingum.

Ef fresta á blæðingum ráðleggur framleiðandi lyfsins með eftirfarandi; 

Byrjað er á því að sleppa seinustu 4 töflum spjaldsins (2 dökkrauðar, 2 hvítar) og hoppa svo yfir fyrstu 7 töflur í næsta spjaldi (2 gular, 5 ljósrauðar), þ.e. byrjar næsta spjald á dag 8 (ljósgul). Haldið áfram að taka 1 töflu daglega, í réttri röð, þangað til það spjald hefur klárast. Það eru semsagt ljósgulu töflurnar, sem eiga að takast á dag 8-24 sem geta frestað blæðingum. Blæðingar ættu að byrja á næstum dögum. Blettablæðingar geta komið fyrir þegar hlaupið er yfir blæðingar.