Risvandamál

Þvagfærasjúkdómar

Mér líður ekki vel með að hafa þetta vandamál, en ég hef átt vandræði með standpínur við samfarir. Stundum missi ég standpínuna niður og hún fer aldrei í 100%. Hvað á ég að gera?

Ristruflanir eru algengari en flestir halda, jafnvel meðal ungra karlmanna. 

Margir sjúkdómar (geðrænir og líkamlegir), lyf, reykingar, alkóhól, o.fl., geta skaðað rishæfnina bæði hjá ungum og gömlum körlum. Mjög margt hefur áhrif á risið. Geðrænir og líkamlegir þættir vinna þar oft saman. Mætti þar nefna huglægt ástan og magn testósteróns Einnig hafa mörg lyf áhrif á getu til riss sem og neysla á tóbaki og áfengi. 

Risið stjórnast af miðtaugakerfinu og þarf því bæði geðræni þátturinn og huglægt ástand að vera í lagi. Hvort sem það er upprunalega ástæðan eða komið í kjölfarið þarf að taka það með í reikninginn.

Ef hægt er að finna orsök vandans er gefin meðferð við því. Finnist orsökin ekki er langalgengasta lyfið til meðferðar við ristruflunum svokallaðir PDE5 hemlar, t.d. Sildenafil (Viagra) og Tadalafil (Cialis). 

Ég mæli því eindregið með að þú ræðir málið við lækni.