Nýrnasteinar

Lyfjainntaka

Lyfið Aclan (urocid) er tekið við nýrnasteinum, hvernig virkar það ? Á að taka það inn með mat ? Eru einhverjar aukaverkanir?

Það er til lyf sem heitir Acalka (hét áður Urocit-K) sem inniheldur virka efnið kalíumsítrat (á ensku: potassium citrate). Lyfið gerir þvagið basískara (minna súrt) sem veldur því að minna myndast af kristöllum í þvaginu.

Það á að taka lyfið inn með mat og alls ekki á fastandi maga. Töflurnar á að gleypa heilar með glasi af vatni. Það má ekki leggjast út af fyrr en í fyrsta lagi 10-30 mínútum eftir að lyfið hefur verið tekið.

Helstu aukaverkanir lyfsins eru óþægindi frá meltingarfærum s.s. ógleði, uppköst, magaverkur og niðurgangur. Ef lyfið er tekið með mat eru minni líkur á að þessar aukaverkanir komi fram. Eins og á við um öll lyf þá geta komið fram fleiri aukaverkanir og alvarlegri.

Það er mikilvægt að taka Urocit-K nákvæmlega í þeim skömmtum sem læknir hefur ráðlagt. Því miður á ég ekki upplýsingar um lyfið á íslensku en ég get bent þér á tvær vefsíður þar sem finna má frekari upplýsingar á ensku:
1)  http://www.drugs.com/cdi/urocit-k.html
2)  http://www.webmd.com/drugs/2/drug-16756/urocit-k-10-oral/details#uses

Þér er líka velkomið að hafa aftur samband ef frekari spurningar vakna.