Tongkat Ali

Náttúruvörur

Langar að vita hvort fæðubótarefnið Tongkat Ali eða Eurycoma Longifolia sé til sölu á íslandi og hvort það sé yfirhöfuð löglegt að selja það í lausasölu án lyfseðils hérna heima. 

Efnið fær svokallaða B flokkun hjá Lyfjastofnun sem þýðir að vara með þessu innihaldsefni gæti fallið undir lyfjalög og því þarf að senda vöruna í flokkun hjá Lyfjastofnun. Það er því ólöglegt að selja efnið hér sem bætiefni án skoðunar Lyfjastofnunar.  

Hvort það fengist leyfi fyrir sölu á því sem lausasölulyf er ómöglegt að svara - Það væri Lyfjastofnunar að skera úr um ef umsókn bærist.