Signifor

Lyf með verkun á innkirtla | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Pasireótíð

Markaðsleyfishafi: Recordati | Skráð: 1. nóvember, 2012

Signifor inniheldur virka efnið pasireotid. Það er notað til meðferðar við Cushings sjúkdómi hjá fullorðnum þegar skurðaðgerð er ekki möguleg eða þegar skurðaðgerð hefur ekki borið árangur. Cushings sjúkdómur er af völdum stækkunar í heiladingli (kirtli neðan á heila) sem kallast kirtilæxli í heiladingli. Þetta leiðir til þess að líkaminn framleiðir of mikið magn af hormóni sem kallast ACTH (adrenocorticotropic hormone), og það veldur offramleiðslu á öðru hormóni sem kallast kortisól. Mannslíkaminn myndar efni sem kallast somatostatin sem hindrar myndun ákveðinna hormóna, þar með talið ACTH. Pasireotid verkar á mjög svipaðan hátt og somatostatin. Signifor getur þannig hindrað myndun ACTH og hjálpað til við að ná stjórn á offramleiðslu kortisóls og minnka einkenni Cushings sjúkdóms. Signifor er líka notað til meðferðar við æsavexti hjá fullorðnum. Þá er lyfið gefið af þjálfuðum heilbrigðisstarfsmanni í vöðva. Æsavöxtur er af völdum æxlis sem kallast kirtilæxli í heiladingli og myndast í heiladingli sem er neðan á heila. Kirtilæxlið leiðir til þess að líkaminn framleiðir of mikið magn af hormónum sem stjórna vexti vefja, líffæra og beina en það veldur aukinni stærð beina og vefja, einkum í höndum og fótum. Signifor dregur úr myndun þessara hormóna og hugsanlega einnig stærð kirtilæxlisins. Þar með dregur það úr einkennum æsavaxtar, sem eru höfuðverkur, aukin svitamyndun, dofi í höndum og fótum, þreyta og liðverkir.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtastærðir eru misjafnar eftir sjúkdómum og ástandi sjúklings.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið

Verkunartími:
Verkunartími er mjög mismunandi eftir einstaklingum.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Forðastu fæðu sem inniheldur mikið af kalíum, t.d. þurrkaða ávexti.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum.

Langtímanotkun:
Fylgjast þarf reglulega með árangri meðferðar.


Aukaverkanir

Sumar aukaverkanir geta verið alvarlegar. Látið lækninn strax vita ef þú finnur fyrir einhverju af eftirtöldu sem eru algengustu aukaverkanirnar: Breytingar á blóðsykri sem getur lýst sér með miklum þorsta, tíðum þvaglátum, aukinni matarlyst ásamt þyngdartapi, og þreytu. Gallsteinar geta lýst sér með skyndilegum verk í baki eða verk hægra megin í kvið. - Mikil þreyta. Lyfið getur haft mjög margar aukaverkanir, listinn er ekki tæmandi.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Aukinn hárvöxtur          
Bólgið eða blæðandi tannhold          
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Höfuðverkur, skjálfti, þreyta          
Krampar, rugl          
Kviðverkir          
Lágþrýstingur, blóðþrýstingsfall, hraðtaktur          
Lystarleysi          
Náladofi          
Ógleði, uppköst, niðurgangur          
Útbrot og mikill kláði          
Vöðvaverkir          

Milliverkanir

Mikilvægt er að þú upplýsir lækninn um öll lyf og bætiefni sem þú tekur.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért í ljósameðferð við psoríasis
  • þú sért með háan blóðþrýsting
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Signifor á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Við meðgöngu, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað. Konur á barneignaraldri sem stundar kynlíf eiga að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferðinni stendur.

Brjóstagjöf:
Við brjóstagjöf skal leita ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað því ekki er vitað hvort Signifor berst yfir í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað handa börnum og unglingum yngri en 18 ára vegna þess að engar upplýsingar liggja fyrir um þennan aldurshóp.

Eldra fólk:
Minni skammtar eru oft notaðir.

Akstur:
Signifor hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Hins vegar geta sumar af aukaverkununum sem geta komið fram meðan á meðferð með Signifor stendur, svo sem höfuðverkur, sundl og þreyta, dregið úr hæfni til aksturs og öruggrar notkunar véla.

Áfengi:
Ekki er mælt með notkun áfengis.

Íþróttir:
.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.