Xagrid

Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Anagrelíð

Markaðsleyfishafi: Takeda | Skráð: 29. desember, 2004

Xagrid er lyf notað til meðferðar við eðlislægri blóðflagnafjölgun. Eðlislæg blóðflagnafjölgun einkennist af því að það eru framleitt of mikið af blóðflögum sem getur valdið alvarlegum vandamálum varðandi blóðrás og blóðstorknun. Virka innihaldsefnið í lyfinu heitir anagrelíð. Anagrelíð hefur áhirf á myndun blóðflagna og dregur úr framleiðslu þeirra.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtur er einstaklingsbundinn en venjulegur byrjunarskammtur er 1 hylki 2svar á dag. Hylkin eru gleypt í heilu lagi, á sama tíma dags á hverjum degi með eða án matar.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
7-14 dagar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Nei.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einungis í samráði við lækni, ef skyndilega er hætt að taka lyfið getur það aukið hættuna á heilaslagi.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafið samband strax við lækni, sjúkrahús eða Eitrunarmiðstöð (543 2222).


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Brjóstverkur, hjartsláttartruflanir        
Hjartsláttarónot          
Höfuðverkur, sundl, þreyta          
Ógleði, magaverkur, niðurgangur          
Svartar eða blóðugar hægðir        
Miklir kvið- og bakverkir        
Máttleysi, marblettir og blæðingar        
Mæði, þroti á fótum, blámi á vörum og húð        

Milliverkanir

Ekki má taka lyfið samhliða öðrum PDE III hemlum. Ef þú tekur getnaðarvarnartöflur og færð slæman niðurgang er mælt með notkun annarrar getnaðarvarnar til viðbótar.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með hjarta-, lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Það má ekki taka lyfið á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Það má ekki vera með barn á brjósti á meðan lyfið er tekið.

Börn:
Takmarkaðar upplýsingar eru um notkun lyfsins hjá börnum.

Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.

Akstur:
Sundl getur verið aukaverkun lyfsins. Hver og einn þarf að meta hæfni til aksturs þegar reynsla er komin á lyfið.

Annað:
Einungis sérfræðingar í blóðsjúkdómum mega ávísa þessu lyfi.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.