Zavicefta

Sýklalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Ceftazidím Avibactam

Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 24. júní, 2016

Zavicefta er sýklalyf sem er notað hjá fullorðnum og börnum á aldrinum 3 mánaða og eldri til að meðhöndla: sýkingar í maga og þörmum, þvagfærasýkingar, lungnabólgu og sýkingar af völdum baktería sem önnur sýklalyf geta hugsanlega ekki drepið. Zavicefta er einnig notað hjá fullorðnum til að meðhöndla sýkingar í blóði í tengslum við sýkingar í kviðarholi, þvagfærasýkingar eða lungnabólgu. Zavicefta sem inniheldur tvö virk efni, ceftazidim og avibactam. Ceftazidim tilheyrir flokki sýklalyfja sem kallast cefalosporin. Það getur drepið margar tegundir af bakteríum. Avibactam er svokallaður „beta-laktamasa hemill“ sem hjálpar ceftazidimi að drepa sumar bakteríur sem það getur ekki drepið eitt og sér.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Innrennslislyf.

Venjulegar skammtastærðir:
Læknir eða hjúkrunarfræðingur mun gefa þér Zavicefta sem innrennsli í bláæð.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið.

Verkunartími:
Einstaklingsbundið.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Nei.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú heldur að skammtur hafi gleymst skaltu þegar í stað segja lækninum eða hjúkrunarfræðingnum frá því.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Nota skal lyfið eins lengi og læknir segir til um.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Læknir eða hjúkrunarfræðingur mun gefa þér Zavicefta þannig að ólíklegt er að þú fáir rangan skammt. Hins vegar skaltu tafarlaust segja lækninum eða hjúkrunarfræðingnum frá því ef þú færð aukaverkanir eða heldur að þér hafi verið gefið of mikið af Zavicefta. Ef þú færð of mikið af Zavicefta gæti það haft áhrif á heilann og valdið krömpum og dái.

Langtímanotkun:
Meðferðartími er yfirleitt 5 til 14 sólarhringar, fer eftir tegund sýkingar og hvernig þú svarar meðferð.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Listinn hér að neðan er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hiti          
Höfuðverkur, svimi          
Kláði          
Kviðverkir, ógleði, uppköst og niðurgangur          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar        
Sveppasýking          
Alvarlegur niðurgangur        

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með ofnæmi fyrir pensilínlyfjum
  • þú sért með ofnæmi fyrir öðrum cefalosporin sýklalyfjum

Meðganga:
Lyfið á aðeins að nota á meðgöngu ef mögulegur ávinningur er meiri en möguleg áhætta.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort avibactam skilst út í brjóstamjólk. Ekki er hægt að útiloka hættu fyrir nýbura/ungbörn. Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar fyrir konuna.

Börn:
Lyfið er ætlað börnum 3 mánaða og eldri.

Eldra fólk:
Ekki er þörf á að aðlaga skammta hjá öldruðum sjúklingum.

Akstur:
Zavicefta getur valdið svima. Það getur haft áhrif á hæfni þína til aksturs og notkunar tækja eða véla.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.