Af hverju liðleikaþjálfun?

Almenn fræðsla Hreyfing

Primal leggur áherslu liðleikaþjálfun því liðleiki eru er annar af grundvallarstoðum hreyfigetu. Hreyfigeta, eða geta líkamans til að sinna þeirri hreyfingu sem krafist er af okkur í daglegu lífi samanstendur af liðleika og styrk og vöntun á öðrum eða báðum þessum þáttum veldur stoðkerfisvandamálum, verkjum og veseni.

Þess vegna viljum við stunda þjálfun sem eykur hreyfigetu okkar, með liðleika- og styrktarþjálfun, sem kemur í veg fyrir stoðkerfisvandamál og stuðlar að bættri vellíðan í daglegu lífi.

Þrjú góð og stutt ráð þegar maður byrjar að teygja og mýkja sig
Nýtum okkur aðferðafræði Primal til aukningar á hreyfigetu með áherslu á þrjá meginþætti, fyrst opna, svo styrkja og að lokum nota.

  1. Opna: Fyrst opnum við líkamann með liðleikaþjálfun. Við höldum ekki teygjunni heldur hreyfum okkur í teygjunni, förum inn og út úr dýpstu teygjunni.
  2. Styrkja: Síðan notum við styrkjandi æfingar í teygjunni til að byggja upp líkamann, virkjum og styrkjum í teygjunni.
  3. Nota: Að því loknu höfum við getu til að nota hreyfanleikann sem við höfum náð með opnun og styrk í daglegu lífi eða í þeim viðfangsefnum sem við viljum takast á við.

Í myndbandinu að neðan fer Einar Carl, þjálfari og eigandi Primal, yfir þessa aðferðafræði við bætingu á hreyfigetu með áherslu á að opna, styrkja og nota. Þessa aðferðafræði er hægt að nota á alla liði líkamans til að auka hreyfigetu og stuðla að betri vellíðan. Byrjaðu í dag og öðlastu frelsi í eigin líkama með aðferðafræði Primal.

Einar Carl hjá Primal | Maí 2024