Cubicin

Sýklalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Daptomýcín

Markaðsleyfishafi: Merck Sharp & Dohme | Skráð: 17. febrúar, 2006

Cubicin er sýklalyf sem inniheldur virka efnið daptomýcín. Lyfið er notað hjá fullorðnum og börnum frá 1 árs við sýkingum í húð, sýkingum í mjúkvef undir húð og í blóði ef sú sýking tengist húðsýkingu. Lyfið er einnig notað hjá fullorðnum við sýkingum í hjarta af völdum bakteríunnar Staphylococcus aureus. Verkunarháttur daptomýcíns felst í bindingu við bakteríuhimnur sem að ruglar í starfsemi bakteríunnar og leiðir til dauða hennar.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyfs-/innrennslisstofn.

Venjulegar skammtastærðir:
Læknir eða hjúkrunarfræðingur mun venjulega gefa þér Cubicin. Skammturinn fer eftir líkamsþyngd og tegund sýkingar sem á að meðhöndla.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið.

Geymsla:
Geymið lyfið í kæli (2°C – 8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú heldur að það hafi gleymst að gefa þér skammt látið lækni eða hjúkrunarfræðing vita.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er yfirleitt notað tímabundið.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ólíklegt þar sem heilbrigðisstarfsmaður gefur þér lyfið.

Langtímanotkun:
Lyfið er yfirleitt notað tímabundið.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Listinn hér er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hár eða lágur blóðþrýstingur          
Hiti          
Höfuðverkur, sundl, þreyta          
Kviðverkir, niðurgangur, hægðatregða, vindgangur og ógleði          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar        
Sveppasýking          
Útbrot, kláði          
Vöðvaslappleiki eða vöðvaverkir        
Þvagfærasýkingar          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért langt yfir kjörþyngd

Meðganga:
Lyfið er ekkki vanalega notað á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið getur borist í brjóstamjólk og á því ekki að nota með barn á brjósti.

Börn:
Lyfið er ætlað 1 árs og eldri.

Eldra fólk:
Venjulegir skammtar ef að nýrnastarfsemi er í lagi.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.